Lifði af í 31 dag í Amazon-skógi

Maðurinn lifði af í skóginum í 31 dag.
Maðurinn lifði af í skóginum í 31 dag. AFP

Þrjátíu ára bólivískur karlmaður lifði af í 31 dag í Amason-skógi í Bólivíu með því að drekka rigningarvatn og leggja sér skordýr og orma til munns. 

Maðurinn, Jhonattan Acosta, varð viðskila við fjóra vini sína þegar þeir voru við veiðar í norðurhluta Bólivíu. Þurftu félagarnir að leita skjóls þegar jagúardýr og villigeltir veittu þeim eftirför.

Björgunarhópur, sem samanstóð af heimafólki og vinum Acosta, fann hann mánuði síðar að því er BBC greinir frá.

„Þetta er ótrúlegt. Ég trúi ekki að þau hafi leitað svona lengi,“ segir Acosta í samtali við í samtali við bólivísku fréttastofuna Unitel TV.

„Mynduð ekki trúa hvað ég þurfti að gera“

„Ég borðaði orma, skordýr, þið mynduð ekki trúa því hvað ég þurfti að gera til þess að lifa af í allan þennan tíma,“ sagði hann. 

„Ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér nýtt líf.“

Acoste missti sautján kíló á meðan hann var týndur, tognaði á ökkla og þjáðist af vökvaskorti þegar hann fannst en þá haltraði hann um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert