Linda Kasabian sem var hluti af hinni alræmdu Manson-fjölskyldu lést 21. janúar, 73 ára að aldri. Kasabian lést í Washington-ríki í Bandaríkjunum og samkvæmt dánarvottorði hafði hún breytt eftirnafni sínu í Chiochio til að vernda einkalíf sitt.
Manson-fjölskyldan, sem var hópur fylgjenda fjöldamorðingjans Charles Manson, frömdu tvö skipulögð fjöldamorð í Hollywood á sjöunda áratugnum. Meðal fórnarlambanna var leikkonan Sharon Tate og í kjölfarið lést einnig ófætt barn hennar og leikstjórans Roman Polanski.
Kasabian var veitt friðhelgi í skiptum fyrir vitnisburð hennar gegn öðrum meðlimum hópsins, en hlutverk hennar í morðunum hafði verið að standa vörð um vettvanginn á meðan samsærisfólk hennar framdi ódæðisverkin. Talið er að vitnisburður hennar hafi skipt lykilmáli í að sakfella morðingjana, en fimm meðlimir hópsins voru sakfeld, þar á meðal Manson sjálfur.