Hafi lifað af hörmungavetur

Myndin er tekin nærri Bakhmút.
Myndin er tekin nærri Bakhmút. AFP/Dimitar Dilkoff

Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í gær að Úkraínumenn hefðu náð að sigrast á „vetrarhörmungum“ sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefðu reynt að beita gegn Úkraínumönnum.

Fyrsti dagur vorsins var haldinn hátíðlegur í Úkraínu í gær, og sagði Kúleba það vera stórfelldan ósigur fyrir Rússa að Úkraínumenn hefðu ekki látið bugast þrátt fyrir sífelldar eldflaugaárásir þeirra á orku- og hitaveitu landsins.

„Við lifðum af erfiðasta veturinn í sögu okkar. Hann var dimmur og kaldur, en við vorum óstöðvandi,“ sagði Kúleba í sérstakri yfirlýsingu vegna fyrsta vordagsins.

Árásir Rússa beindust einkum að raforkuverum og öðrum hitagjöfum, og var talið að markmið þeirra væri að reyna að kúga almenning í Úkraínu til hlýðni með því að gera fólki erfiðara fyrir að halda á sér hita.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert