MI5 hefði getað stöðvað hryðjuverk

Minningarathöfn fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Manchester árið 2017.
Minningarathöfn fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Manchester árið 2017. AFP

Hryðjuverkaárásina á tónleikum Ariönu Grande árið 2017 má að hluta rekja til vanrækslu bresku innanríkislögreglunnar MI5. Þetta kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu sem Independent greinir frá.

John Saunders, deildarstjóri hjá bresku innanríkislögreglunni, segir eina ástæðuna fyrir því að árásin átti sér stað vera að starfsmaður MI5 hafi mistekist að bregðast nógu hratt við mikilvægum upplýsingum um hugsanlegan hryðjuverkamann sem reyndust seinna vera sannar.

22 fórust í í hryðjuverkaárásinni sem var framin á tónleikum Ariönu Grande í Manchester í Bretlandi. 

Bræðurnir Salman Abedi og Hashem Abedi skipulögðu árásina. Hashem var dæmdur í lífstíðarfangelsi en Salman fórst í sjálfsvígsárásinni.

Hefði mátt stöðva hann á flugvellinum

Salman Abedi hafði áður verið á lista innanríkislögreglunnar yfir grunsamlega aðila. Saunders segir að ef brugðist hefði verið rétt við upplýsingum sem gáfu í skyn að hætta stafaði af Abedi hefði hann verið stöðvaður á flugvellinum á leið sinni í landið.

Richard Scorer, lögfræðingur fjölskyldna fórnarlambanna í málinu segir: „Það er nú ljóst að þeim mistókst að afla lykilupplýsinga um Salman Abedi; mistókst að setja þær í rétt samhengi og — allra verst— voru of sein að bregðast við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert