Óeirðir brutust út vegna lestarslyssins

Óeirðir brutust út í gærkvöldi.
Óeirðir brutust út í gærkvöldi. AFPLouisa Gouliamaki

Óeirðir brutust út í Grikklandi í gærkvöldi í kjölfar lestarslyss þar sem að minnsta kosti 43 létu lífið. 

BBC greinir frá því að átök hafi brotist út á milli lögreglu og mótmælenda fyrir utan höfuðstöðvar Hellenic Train, sem sér um lestarkerfi ríkisins, í höfuðborginni Aþenu. 

Þá var einnig efnt til mótmæla í Þessalóníku og borginni Larissu, nærri þar sem slysið varð á þriðjudagskvöld.

Námsmenn mótmæla, en á meðal þeirra sem létust voru ungir …
Námsmenn mótmæla, en á meðal þeirra sem létust voru ungir námsmenn. AFP/Louisa Gouliamaki

Lest­irn­ar tvær sem skullu sam­an voru ann­ars veg­ar farþega­lest og hins veg­ar flutn­inga­lest. Um borð í farþega­lest­inni voru 350 farþegar, en fjór­ir fremstu vagn­ar henn­ar fóru út af spor­inu í árekstr­in­um. Stór hluti farþeg­anna voru ung­ir náms­menn.

Yfirvöld hafa sett af stað sjálfstæða rannsókn á slysinu og þá var lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. 

Kyria­kos Mit­sotak­is forsætisráðherra sagði að „hræðileg mannleg mistök“ hefðu valdið slysinu. 

59 ára gamall lest­ar­stöðvar­stjóri nærri Larissa hef­ur verið hand­tek­inn í kjöl­far slyss­ins og er hann sakaður um mann­dráp og al­var­leg­ar lík­ams­meiðing­ar af gá­leysi. Hann neitar sök og segir slysið hafa orðið vegna tæknilegra mistaka. 

Þá sagði samgönguráðherra landsins af sér vegna ástands sam­gangna í land­inu. 

Lest­irn­ar tvær sem skullu sam­an voru ann­ars veg­ar farþega­lest og …
Lest­irn­ar tvær sem skullu sam­an voru ann­ars veg­ar farþega­lest og hins veg­ar flutn­inga­lest. AFP/Stringer
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert