Ræða öryggisráðstafanir við Úkraínumenn

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. AFP/Odd Andersen

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði á þýska þinginu í morgun að Þjóðverjar og bandamenn þeirra væru í viðræðum við Úkraínumenn um undirbúning sjálfbærra öryggisráðstafanna í Úkraínu. 

„Slíkar öryggisráðstafanir gera ráð fyrir að Úkraína geti varið sig í stríðinu,“ sagði Scholz og bætti við að Þjóðverjar myndu halda áfram að styðja Úkraínumenn og senda þeim vopn. 

Scholz kallaði eftir því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti dragi herlið sitt úr Úkraínu og sagði að forsetinn væri ekki tilbúinn til sanngjarna friðarviðræðna. 

„Ekkert bendir til þess“ að Pútín myndi samþykkja friðarviðræður núna sagði Scholz. 

Þá varaði kanslarinn Kínverja við því að senda vopn til Rússlands. 

„Skilaboð mín til Peking eru skýr: Notið áhrif ykkar í Moskvu til þess að þrýsta á Rússa til að draga herlið sitt til baka,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert