Stöðvarstjórinn viðurkennir afdrifarík mistök

Að minnsta kosti 43 létust í lestarslysinu.
Að minnsta kosti 43 létust í lestarslysinu. AFP

Lestarstöðvarstjóri sem var á vakt þegar mannskætt lestarslys átti sér stað nærri borginni Larissa í Grikklandi í gærmorgun, hefur viðurkennt ábyrgð sína vegna slyssins. Þetta staðfesti talsmaður ríkisstjórnarinnar við blaðamenn í morgun.

Stöðvarstjórinn var handtekinn strax í kjölfar slyssins og sakaður um manndráp og alvarlegar líkamsmeiðingar af gáleysi.

Hann neitaði í fyrstu sök og sagði slysið hafa orðið af tæknilegum ástæðum, en hefur nú gengist við ásökunum, viðurkennt að hafa verið kærulaus og gert afdrifarík mistök.

AFP/Sakis Mitrolidis

Stór hluti ungir námsmenn

Að minnsta kosti 46 létu lífið og fjölmargir slösuðust þegar farþegalest með um 350 farþega innanborðs og flutningalest skullu saman á lestarteinum. Fjórir fremstu vagnar farþegalestarinnar fóru út af sporinu við áreksturinn. Stór hluti farþeganna voru ungir námsmenn.

Samgönguráðherra landsins sagði af sér í kjölfar slyssins vegna ástands samgangna í landinu. Á sama tíma viðurkenndi hann að lestarkerfi landsins stæðist ekki kröfur 21. aldarinnar. Var það aðeins talið tímaspursmál hvenær svo alvarlegt lestarslys yrði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert