Stöðvarstjórinn ákærður og færður í gæsluvarðhald

Þúsund­ir hafa mót­mælt ástandi lest­ar­sam­gangna í Grikklandi.
Þúsund­ir hafa mót­mælt ástandi lest­ar­sam­gangna í Grikklandi. AFP/Stringer

Stöðvarstjóri þar sem tvær lest­ir skullu sam­an á Grikklandi í vikunni hefur verið ákærður og færður í gæsluvarðhald. 57 einstaklingar létust í slysinu.

Maðurinn, sem er 59 ára gamall, er ákærður fyrir þátt sinn í „dauða fjölda fólks“. Verði hann sakfelldur getur hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.

Stöðvar­stjórinn hefur viðurkennt ábyrgð sína á slysinu.

Lest­ar­slysið átti sér stað nálægt grísku borg­inni Larissa á miðvikudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert