Tveir á sjúkrahúsi eftir sprengingu í Danmörku

Bærinn Ballerup er nálægt Kaupmannahöfn.
Bærinn Ballerup er nálægt Kaupmannahöfn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Dönsku lögreglunni barst tilkynning um háan hvell klukkan 3.40 í nótt í bænum Ballerup. Bærinn er í um tuttugu kílómetra fjærlægð frá Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur. 

Á Twitter greinir lögreglan frá því að tveir hafi verið fluttir á spítala eftir atvikið. Þeir hafi þó ekki verið líkamlega slasaðir, en í áfalli.

Lögreglan rannsakar nú málið og skrifar á Twitter að talið sé að um sprengingu hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert