Fuglar ollu því að eldur kviknaði í þotuhreyfli

Vélin var á leið frá Kúbu til Flórída er vélin …
Vélin var á leið frá Kúbu til Flórída er vélin fylltist af reyk stuttu eftir flugtak. AFP/Daniel Slim

Snúa þurfti flugvél Southwest við eftir að fuglar flugu inn í hreyfil vélarinnar með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum. 

BBC greinir frá því að farþegaþotan hafi verið á leið frá Kúbu til Flórída er þotan fylltist af reyk skömmu eftir flugtak. 

Vélinni var því snúið aftur til höfuðborgarinnar Havana og allir 147 farþegarnir fluttir frá borði. Engan sakaði að sögn talsmanns flugfélagsins.

Á myndskeiðum má sjá er hræðsla greip um sig meðal farþega vélarinnar.

„Enginn gat andað,“ sagði farþeginn Marc Antonio og lýsti brunatilfinningu í lungunum. 

„Fólk var bara að öskra. Börn voru að öskra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert