Að minnsta kosti níu lögregluþjónar létu lífið og 16 særðust í sjálfsvígsárás í borginni Sibbi í Suðvestur-Pakistan í dag.
Árásarmaðurinn er sagður hafa elt uppi rútu með lögregluþjónum innanborðs, á mótorhjóli og keyrt aftan á hana. Því næst varð mikil sprenging og létu að minnsta kosti níu lögregluþjónar lífið.
Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en samkvæmt umfjöllun Reuters hefur lögreglan í Pakistan átt í vök að verjast undanfarnar vikur vegna árása á lögregluþjóna í landinu.