Sönnun um stríðsglæpi Rússa

Dmytro Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, birti færsluna á Twitter.
Dmytro Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, birti færsluna á Twitter. AFP

Dmítró Kúleba, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, seg­ir að af­taka Rússa á óvopnuðum úkraínsk­um stríðsfanga sé sönn­un um stríðsglæpi inn­rás­ar­hers­ins. 

Mynd­band af af­töku fang­ans hef­ur farið víða á sam­fé­lags­miðlum, en þar má sjá hann reykja síga­rettu. Rúss­nesku her­menn­irn­ir skipa hon­um eitt­hvað, en það eina sem maður­inn seg­ir er „Slava Úkraíni“ eða „Dýrð sé Úkraínu“, og er hann tek­inn af lífi ör­stuttu síðar með vél­byssu­skot­hríð. Hrópuðu rúss­nesku her­menn­irn­ir „Deyðu tík!“ á stríðsfang­ann. 

Kúleba, grein­ir frá and­styggð sinni á at­vik­inu á Twitter og seg­ir hann mynd­bandið vera sönn­un þess að til­gang­ur inn­rás­ar­inn­ar sé í raun þjóðarmorð á Úkraínu­mönn­um.  

Í tíst­inu nefn­ir hann Karim A. A. Khan, sak­sókn­ara við Alþjóðlega saka­mála­dóm­stól­inn og seg­ir að þörf sé á rann­sókn á þessu máli. Khan hef­ur enn ekki tjáð sig um málið.

Myndbandið þykir grimmilegt á að horfa.
Mynd­bandið þykir grimmi­legt á að horfa. Ljós­mynd/​Skjá­skot



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert