Sönnun um stríðsglæpi Rússa

Dmytro Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, birti færsluna á Twitter.
Dmytro Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, birti færsluna á Twitter. AFP

Dmítró Kúleba, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, segir að aftaka Rússa á óvopnuðum úkraínskum stríðsfanga sé sönnun um stríðsglæpi innrásarhersins. 

Myndband af aftöku fangans hefur farið víða á samfélagsmiðlum, en þar má sjá hann reykja sígarettu. Rússnesku hermennirnir skipa honum eitthvað, en það eina sem maðurinn segir er „Slava Úkraíni“ eða „Dýrð sé Úkraínu“, og er hann tekinn af lífi örstuttu síðar með vélbyssuskothríð. Hrópuðu rússnesku hermennirnir „Deyðu tík!“ á stríðsfangann. 

Kúleba, greinir frá andstyggð sinni á atvikinu á Twitter og segir hann myndbandið vera sönnun þess að tilgangur innrásarinnar sé í raun þjóðarmorð á Úkraínumönnum.  

Í tístinu nefnir hann Karim A. A. Khan, sak­sóknara við Alþjóðlega sakamáladómstólinn og segir að þörf sé á rannsókn á þessu máli. Khan hefur enn ekki tjáð sig um málið.

Myndbandið þykir grimmilegt á að horfa.
Myndbandið þykir grimmilegt á að horfa. Ljósmynd/Skjáskot



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert