Töskuþjófar á Tenerife gripnir glóðvolgir

Frá Tenerife. Mynd úr safni.
Frá Tenerife. Mynd úr safni. AFP

Tveir menn á aldrinum 24 og 40 ára sæta nú rannsókn spænsku lögreglunnar vegna gruns um stuld úr ferðatöskum á Reina Sofia-flugvellinum, eða Suðurflugvellinum, á Tenerife.

Spænski vefmiðillinn Canarias7 greinir frá þessu, en um er að ræða starfsmenn flugvallarins.

Segir í umfjöllun miðilsins að lögregluþjónar á flugvellinum hafi gómað starfsmennina tvo glóðvolga, þar sem stálu völdum hlutum úr farangri ferðamanns áður en þeir létu svo ferðatöskurnar í farangurshólf flugvélar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert