Yfirmaður Wagner ýjar að svikum

Jevgení Prígosjín.
Jevgení Prígosjín. AFP

Yfirmaður rússnesku málaliðasveitarinnar Wagner segir hana ekki fá nægilega mörg skotfæri frá rússneskum stjórnvöldum í baráttunni um Bakmút.

Rússneskar hersveitir, þar á meðal frá Wagner, eru að reyna að hertaka borgina sem er í austurhluta Úkraínu.

Jevgení Prígosjín, yfirmaður Wagner, telur að ástæðan fyrir skorti á skotfærum gæti verið „venjuleg skriffinnska eða svik“.

Svo virðist sem aukin spenna sé komin í samskiptin á milli Wagner og rússneskra stjórnvalda.

Málaliðasveitin er með tugi þúsunda hermanna á sínum vegum í Úkraínu, sem sumir hverjir voru fengnir beint úr rússneskum fangelsum, og er hún orðin stór hluti af innrás Rússa í landið, að því er BBC greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert