Halli og Musk tókust á í nótt

Haraldur Þorleifsson og Elon Musk.
Haraldur Þorleifsson og Elon Musk. Samsett mynd

Elon Musk, for­stjóri Twitter, brást í nótt við tíst­um Har­alds Þor­leifs­son­ar, frum­kvöðuls og fyrr­ver­andi starfs­manns fyr­ir­tæk­is­ins, sem vildi fá að vita hvort að hon­um hefði verið sagt upp.

Ekki má segja að Har­ald­ur hafi fengið svör frá Musk við þeirri spurn­ingu sem hann varpaði fram og var viðmót for­stjór­ans nokkuð kald­rana­legt.

Það virt­ist þó ekki koma að sök því Har­ald­ur greindi síðar frá því að starfs­manna­stjóri Twitter hefði staðfest grun hans um að hon­um hefði verið sagt upp. Eft­ir stend­ur þó stóra spurn­ing­in um hvort að Íslend­ing­ur­inn muni fá greitt eft­ir upp­sögn­ina, sam­kvæmt samn­ingi.

Spurði um verk­efni Har­alds

Fyr­ir níu dög­um var lokað á aðgang Har­alds í vinnu­tölvu hans hjá Twitter þar sem hann starfaði sem hönnuður. Í tísti í gær kvaðst Har­ald­ur ekki hafa fengið upp­lýs­ing­ar um hvort að hann væri enn þá starfsmaður hjá fyr­ir­tæk­inu. 

Eins og áður sagði virðist Musk ekki hafa svarað spurn­ingu Har­alds um hvort hann væri enn starfsmaður hjá Twitter. Þess í stað vildi hann fá að vita hvaða verk­efn­um hann hefði verið að sinna.

Har­ald­ur kvaðst eiga erfitt með að svara spurn­ing­unni á Twitter þar sem hann væri bund­inn trúnaði. Hann gæti það aft­ur á móti með samþykki lög­fræðinga.

Musk svaraði skömmu síðar og sagði að hon­um væri heim­ilt að leysa frá skjóðunni.

Í svari Har­alds út­list­ar hann nokk­ur verk­efni eins og sjá má hér að neðan:

Í stað þess að svara upp­runa­legu spurn­ing­unni held­ur Musk áfram að spyrja nán­ar út í verk­efn­in. 

Svar Har­alds virðist þó ekki hafa vakið upp mikla aðdáun for­stjór­ans sem bregst við með því að senda hlát­ur­stjákn.

Þá held­ur Musk áfram og spyr Har­ald hvort hann sé mann­blend­inn og læt­ur hlekk fylgja með stiklu úr mynd­inni Office Space, lík­leg­ast í þeim til­gangi að gera grín að Har­aldi. 

Har­ald­ur svar­ar glaðbeitt­ur: „Já, ég er mann­blend­inn.“

Har­ald­ur ít­rek­ar þá að Twitter hafi full­an rétt á því að segja hon­um upp. Það væri aft­ur á móti venja að láta fólk vita, til að mynda með upp­sagn­ar­bréfi. Sem hefði ekki verið raun­in í hans til­felli. Þá kvaðst Har­ald­ur ekki geta látið Musk hafa mynd­ir eða skjöl af því sem hann hafði verið að vinna í í ljósi þess að fyr­ir­tækið hefði lokað fyr­ir aðgang hans. 

„Ef að þú vilt láta opna fyr­ir hann að þá get ég sótt þetta,“ bæt­ir hann við.

Þá kvaðst hann hafa fengið svar við spurn­ingu sinni ann­ars staðar og að hann hafi eng­ar kvart­an­ir. Hann vildi hins veg­ar fá það staðfest að hann myndi fá greitt það sem hann ætti rétt á. Musk svaraði ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert