Hermaðurinn nafngreindur og rannsókn hafin

Myndband hefur verið á flakki um vefinn af úkraínskum stríðsfanga …
Myndband hefur verið á flakki um vefinn af úkraínskum stríðsfanga teknum af lífi af rússneskum hermönnum. Skjáskot/BBC

Úkraínsk stjórn­völd hafa hafið leit að þeim rúss­nesku her­mönn­um sem sagðir eru hafa myrt óvopnaðan úkraínsk­an stríðsfanga, en mynd­band af af­töku hans hef­ur farið víða um sam­fé­lags­miðla. 

Þar má sjá úkraínsk­an her­mann reykja síga­rettu þegar hann seg­ir fram­an í þá sem tóku hann hönd­um „Slava Úkraíni,“ sem þýðir „Dýrð sé Úkraínu!“ Skutu her­menn­irn­ir hann þá til bana með vél­byss­um. 

30. véla­her­fylkið hef­ur sagt her­mann­inn til­heyra sér en mis­vís­andi fregn­ir hafa borist úkraínsk­um stjórn­völd­um um raun­veru­leg deili úkraínska her­manns­ins. Enn hafa ekki borist kennsl á morðingj­ann eða morðingj­ana og ekki sést í þá í mynd­band­inu. Eng­ar staðfest­ing­ar hafa held­ur borist um hvar eða hvenær mynd­efnið var tekið upp.

Starfs­fólk í úkraínska hern­um segja árás­ina vera kald­rana­lega og skamm­ar­lausa sví­v­irðingu á alþjóðamannúðarlög­um. „Rúss­nesk­ir her­náms­menn hafa enn og aft­ur sýnt fram á það að aðal­mark­mið þeirra í Úkraínu er hrotta­leg út­rým­ing Úkraínu­manna.“

Rúss­nesk stjórn­völd hafa ekki tjáð sig op­in­ber­lega um at­vikið.

Ætla að finna morðingj­ana

Í mynd­bandsávarpi sínu seg­ir Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti að her­náms­menn­irn­ir hafi „bar­daga­mann“ sem hefði af hug­rekki sagt fyr­ir fram­an þá „Dýrð sé Úkraínu!

„Ég vil að við bregðumst öll við orðum hans sam­an, sem heild: „Dýrð sé hetj­unni! Dýrð sé hetj­un­um! Dýrð sé Úkraínu!‘“ seg­ir hann.

Andrí Kostín, sak­sókn­ari Úkraínu, seg­ir að saka­mál­a­rann­sókn sé þegar haf­in.

Hermaður­inn nafn­greind­ur

Úkraínu­her hef­ur nafn­greint fang­ann sem Tím­ofí Shadúra. Her­fylkið sem sagði her­mann­inn til­heyra sér seg­ir að hann hafi síðast sést þann 3. fe­brú­ar í ná­grenni Bak­hmút, en þar hafa harðir bar­dag­ar farið fram und­an­farna mánuði. Þó sé aðeins hægt að staðfesta auðkenn­ing­una eft­ir að lík­inu er skilað.

Hermaður­inn var nafn­greind­ur af syst­ur hans, Oliu, í viðtali við BBC. Aft­ur á móti ligg­ur enn vafi um hver hermaður­inn er, þar sem aðrir hafa nafn­greint hann öðru nafni.

„Ég kann­ast við bróður minn í mynd­band­inu en ef þetta er ekki hann finn ég til með ætt­ingj­um hans og get­ur þá ein­hver hjálpað mér að finna bróður minn?“ seg­ir Olia.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert