Úkraínsk stjórnvöld hafa hafið leit að þeim rússnesku hermönnum sem sagðir eru hafa myrt óvopnaðan úkraínskan stríðsfanga, en myndband af aftöku hans hefur farið víða um samfélagsmiðla.
Þar má sjá úkraínskan hermann reykja sígarettu þegar hann segir framan í þá sem tóku hann höndum „Slava Úkraíni,“ sem þýðir „Dýrð sé Úkraínu!“ Skutu hermennirnir hann þá til bana með vélbyssum.
30. vélaherfylkið hefur sagt hermanninn tilheyra sér en misvísandi fregnir hafa borist úkraínskum stjórnvöldum um raunveruleg deili úkraínska hermannsins. Enn hafa ekki borist kennsl á morðingjann eða morðingjana og ekki sést í þá í myndbandinu. Engar staðfestingar hafa heldur borist um hvar eða hvenær myndefnið var tekið upp.
Starfsfólk í úkraínska hernum segja árásina vera kaldranalega og skammarlausa svívirðingu á alþjóðamannúðarlögum. „Rússneskir hernámsmenn hafa enn og aftur sýnt fram á það að aðalmarkmið þeirra í Úkraínu er hrottaleg útrýming Úkraínumanna.“
Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig opinberlega um atvikið.
Í myndbandsávarpi sínu segir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti að hernámsmennirnir hafi „bardagamann“ sem hefði af hugrekki sagt fyrir framan þá „Dýrð sé Úkraínu!“
„Ég vil að við bregðumst öll við orðum hans saman, sem heild: „Dýrð sé hetjunni! Dýrð sé hetjunum! Dýrð sé Úkraínu!‘“ segir hann.
Andrí Kostín, saksóknari Úkraínu, segir að sakamálarannsókn sé þegar hafin.
Úkraínuher hefur nafngreint fangann sem Tímofí Shadúra. Herfylkið sem sagði hermanninn tilheyra sér segir að hann hafi síðast sést þann 3. febrúar í nágrenni Bakhmút, en þar hafa harðir bardagar farið fram undanfarna mánuði. Þó sé aðeins hægt að staðfesta auðkenninguna eftir að líkinu er skilað.
Hermaðurinn var nafngreindur af systur hans, Oliu, í viðtali við BBC. Aftur á móti liggur enn vafi um hver hermaðurinn er, þar sem aðrir hafa nafngreint hann öðru nafni.
„Ég kannast við bróður minn í myndbandinu en ef þetta er ekki hann finn ég til með ættingjum hans og getur þá einhver hjálpað mér að finna bróður minn?“ segir Olia.