Hvítrússar hneppa yfir 20 í varðhald

Alexander Lúkasjenkó.
Alexander Lúkasjenkó. AFP

Yfir 20 manns hafa verið hneppt­ir í varðhald í Hvíta-Rússlandi í tengsl­um við árás á rúss­neska herflug­vél, að sögn Al­ex­and­ers Lúka­sj­en­kó, for­seta Hvíta-Rúss­lands.

Hann seg­ir að enn séu vitorðsmenn árás­ar­inn­ar í fel­um en að forsprakk­inn sé með sam­eig­in­leg­an úkraínsk­an og rúss­nesk­an rík­is­borg­ara­rétt.

„Fram að þessu hafa yfir 20 vitorðsmenn í Hvíta-Rússlandi verið hneppt­ir í gæslu­v­arðhald. Hinir eru enn í fel­um,“ seg­ir Lúka­sj­en­kó, einn helsti bandamaður Kreml­ar.

Að sögn for­set­ans var árás gerð á rúss­nesku flug­vél­ina með smá­gerðum drón­um á flug­braut í grennd við Minsk, höfuðborg Hvíta-Rúss­lands. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert