Yfir 20 manns hafa verið hnepptir í varðhald í Hvíta-Rússlandi í tengslum við árás á rússneska herflugvél, að sögn Alexanders Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands.
Hann segir að enn séu vitorðsmenn árásarinnar í felum en að forsprakkinn sé með sameiginlegan úkraínskan og rússneskan ríkisborgararétt.
„Fram að þessu hafa yfir 20 vitorðsmenn í Hvíta-Rússlandi verið hnepptir í gæsluvarðhald. Hinir eru enn í felum,“ segir Lúkasjenkó, einn helsti bandamaður Kremlar.
Að sögn forsetans var árás gerð á rússnesku flugvélina með smágerðum drónum á flugbraut í grennd við Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands.