Musk hreytir ónotum í Harald

Haraldur Þorleifsson og Elon Musk.
Haraldur Þorleifsson og Elon Musk. Samsett mynd

Elon Musk, for­stjóri Twitter, held­ur því fram að Har­ald­ur Þor­leifs­son, frum­kvöðull og fyrr­um hönnuður hjá tækn­iris­an­um, hafi ekki unnið hjá fyr­ir­tæk­inu og þar af leiðandi hafi ekki verið hægt að reka hann.

Í tísti frá því fyrr í dag seg­ir for­stjór­inn að Har­ald­ur, sem er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, hafi notað fötl­un sína sem af­sök­un fyr­ir því að hann gæti ekki skrifað á lykla­borð.

„Ég get ekki sagt að ég beri mikla virðingu fyr­ir því,“ seg­ir í tísti Musk.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í morg­un kom til orðaskipta milli Elon Musk og Har­alds í nótt. For­stjór­inn var væg­ast sagt kald­rana­leg­ur við Íslend­ing­inn og hló meðal ann­ars að hon­um.

Deil­an hef­ur vakið at­hygli er­lendra fjöl­miðla og BBC hef­ur m.a. fjallað um hana. 

Leitaði svara á Twitter

Har­ald­ur, eða Halli eins og hann er gjarn­an kallaður, hafði ekki fengið form­legt svar frá Twitter um hvort að hon­um hefði verið sagt upp hjá fyr­ir­tæk­inu en aðgangn­um að vinnu­tölv­unni hans var lokað fyr­ir einni og hálfri viku.

Eft­ir að hafa gef­ist upp á að senda tölvu­pósta á yf­ir­menn fyr­ir­tæk­is­ins ákvað hann að reyna að spyrja á Twitter.

Í stað þess að svara spurn­ingu Har­alds byrjaði Musk á því að spyrja út í þá vinnu sem hann hafði unnið fyr­ir fyr­ir­tækið. Eft­ir að hafa fengið svör við þeim spurn­ing­um, brást Musk m.a. við með því að hlæja. 

Ótt­ast að Twitter virði ekki samn­ing­inn

Har­ald­ur var öllu kurt­eis­ari og tók ít­rekað fram að hann væri ekki að gagn­rýna upp­sögn­ina, fyr­ir­tækið hefði full­an rétt á því að láta starfs­fólk fara. Aft­ur á móti væri eðli­legra að láta vita, til að mynda með upp­sagn­ar­bréfi.

Þá vildi Har­ald­ur fá að vita hvort að hann fengi ekki ör­ugg­lega greitt sam­kvæmt þeim samn­ingi sem hann gerði við fyr­ir­tækið. Musk svaraði því ekki.

Í sam­tali við BBC kveðst Har­ald­ur ótt­ast að fyr­ir­tækið muni ekki virða samn­ing­inn. Seg­ir hann ástandið mjög streitu­vald­andi enda sé eft­ir­launa­sjóður hans und­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert