Réttur til fóstureyðinga „nánast afnuminn“

Stjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta fordæmir frumvarp repúblikana.
Stjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta fordæmir frumvarp repúblikana. AFP/Mandel Ngan

Banda­ríkja­stjórn hef­ur for­dæmt frum­varp sem re­públi­kan­ar hafa lagt fram í Flórída­ríki, sem er sagt munu skerða kyn­frelsi kvenna svo mikið að rétt­ur til fóst­ur­eyðinga í rík­inu væri nán­ast af­num­inn.

Þetta seg­ir Kar­ine Jean-Pier­re, talskona Joe Biden Banda­ríkja­for­seta, í yf­ir­lýs­ingu í dag. Frum­varpið snýst um að banna fóst­ur­eyðing­ar eft­ir sex vikna meðgöngu, sem myndi hafa bein áhrif á fjór­ar millj­ón­ir kvenna í Flórída.

Þegar þrengt að rétt­in­um í ná­granna­ríkj­um

Óbeint myndi frum­varpið hafa áhrif á 15 millj­ón­ir kvenna í ná­granna­ríkj­um Flórída, sem þegar hafa af­numið eða þrengt veru­lega að rétti kvenna til fóst­ur­eyðinga.

„Frum­varpið myndi banna kon­um að fara í fóst­ur­eyðingu, jafn­vel áður en þær hafa vitn­eskju um að þær séu ólétt­ar. Þannig af­nem­ur frum­varpið sjálfs­ákvörðun­ar­rétti kvenna yfir eig­in lík­ama,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Kar­ine Jean-Pier­re, sem kallaði til­lög­una ranga og veru­leikafirrta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert