Réttur til fóstureyðinga „nánast afnuminn“

Stjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta fordæmir frumvarp repúblikana.
Stjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta fordæmir frumvarp repúblikana. AFP/Mandel Ngan

Bandaríkjastjórn hefur fordæmt frumvarp sem repúblikanar hafa lagt fram í Flórídaríki, sem er sagt munu skerða kynfrelsi kvenna svo mikið að réttur til fóstureyðinga í ríkinu væri nánast afnuminn.

Þetta segir Karine Jean-Pierre, talskona Joe Biden Bandaríkjaforseta, í yfirlýsingu í dag. Frumvarpið snýst um að banna fóstureyðingar eftir sex vikna meðgöngu, sem myndi hafa bein áhrif á fjórar milljónir kvenna í Flórída.

Þegar þrengt að réttinum í nágrannaríkjum

Óbeint myndi frumvarpið hafa áhrif á 15 milljónir kvenna í nágrannaríkjum Flórída, sem þegar hafa afnumið eða þrengt verulega að rétti kvenna til fóstureyðinga.

„Frumvarpið myndi banna konum að fara í fóstureyðingu, jafnvel áður en þær hafa vitneskju um að þær séu óléttar. Þannig afnemur frumvarpið sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama,“ segir í yfirlýsingu Karine Jean-Pierre, sem kallaði tillöguna ranga og veruleikafirrta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert