Tveimur bjargað en tveir látnir

Þjóðvarnarlið og her björgurðu fólklinu frá mannræningjunum.
Þjóðvarnarlið og her björgurðu fólklinu frá mannræningjunum. AFP

Tveir af fjórum bandarískum gíslum sem var rænt í Matamaros-borg í norðurhluta Mexíkó á föstudag eru látnir. Hinum tveimur hefur verið bjargað. Þetta kemur fram í tilkynningu Hvíta hússins þess efnis en Américo Villarreal Anaya, ríkisstjóri Tamaulipas, staðfesti einnig andlát mannanna á blaðamannafundi í dag.

Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í fjölmiðlaávarpi atvikið hafa verið uppgjör milli tveggja glæpahópa. Sagðist hann harma atvikið.

Americo Villarreal, ríkisstjóri Tamaulipas héraðs.
Americo Villarreal, ríkisstjóri Tamaulipas héraðs. AFP

Fóru mannavillt

Þá hefur fréttastofa CNN eftir nafnlausum heimildarmanni að lögreglu gruni að mexíkóskur „kartel-hópur“ hafi farið mannavillt og talið að Bandaríkjamennirnir væru fíkniefnasmyglarar frá Haítí. BBC greinir frá

Fjórmenningunum sem rænt var voru á leið til Matamoros frá Texas sem á landamæri að Mexíkó. Að sögn yfirvalda má sjá myndband þar sem skotið var á hvítan sendiferðabíl sem þau keyrðu í og þau færð í pallbíl sem ók á brott.

Voru á leið í lýtaaðgerð

Fólkið hafði ferðast til borgarinnar í því skyni að fara í lýtaaðgerð en hún þykir með þeim hættulegri í Mexíkó.

Yfirvöld í Bandaríkjunum lögðu mikla áherslu á að málið myndi leysast skjótt og settu mikinn þrýsting á yfirvöld í Mexíkó um leið og það kom upp.

Yfirvöld í Mexíkó tilkynntu fréttastofu Reuters að tveir hinna látnu væru karlmenn en karlmanni og konu hefði verið bjargað. Fólkið fannst eftir sameiginlega aðgerð stjórnvalda í Mexíkó og Bandaríkjunum en nánari útlistanir á björguninni voru ekki kynntar.

Jose Rafael Ojeda, flotamálaráðherra Mexíkó, fjallaði um málið á blaðamannafundi …
Jose Rafael Ojeda, flotamálaráðherra Mexíkó, fjallaði um málið á blaðamannafundi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert