Tveimur bjargað en tveir látnir

Þjóðvarnarlið og her björgurðu fólklinu frá mannræningjunum.
Þjóðvarnarlið og her björgurðu fólklinu frá mannræningjunum. AFP

Tveir af fjór­um banda­rísk­um gísl­um sem var rænt í Mata­mar­os-borg í norður­hluta Mexí­kó á föstu­dag eru látn­ir. Hinum tveim­ur hef­ur verið bjargað. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Hvíta húss­ins þess efn­is en Américo Vill­ar­real Anaya, rík­is­stjóri Tamaulip­as, staðfesti einnig and­lát mann­anna á blaðamanna­fundi í dag.

Andrés Manu­el López Obra­dor, for­seti Mexí­kó, sagði í fjöl­miðlaávarpi at­vikið hafa verið upp­gjör milli tveggja glæpa­hópa. Sagðist hann harma at­vikið.

Americo Villarreal, ríkisstjóri Tamaulipas héraðs.
Americo Vill­ar­real, rík­is­stjóri Tamaulip­as héraðs. AFP

Fóru manna­villt

Þá hef­ur frétta­stofa CNN eft­ir nafn­laus­um heim­ild­ar­manni að lög­reglu gruni að mexí­kósk­ur „kart­el-hóp­ur“ hafi farið manna­villt og talið að Banda­ríkja­menn­irn­ir væru fíkni­efna­smygl­ar­ar frá Haítí. BBC grein­ir frá

Fjór­menn­ing­un­um sem rænt var voru á leið til Matamoros frá Texas sem á landa­mæri að Mexí­kó. Að sögn yf­ir­valda má sjá mynd­band þar sem skotið var á hvít­an sendi­ferðabíl sem þau keyrðu í og þau færð í pall­bíl sem ók á brott.

Voru á leið í lýtaaðgerð

Fólkið hafði ferðast til borg­ar­inn­ar í því skyni að fara í lýtaaðgerð en hún þykir með þeim hættu­legri í Mexí­kó.

Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um lögðu mikla áherslu á að málið myndi leys­ast skjótt og settu mik­inn þrýst­ing á yf­ir­völd í Mexí­kó um leið og það kom upp.

Yf­ir­völd í Mexí­kó til­kynntu frétta­stofu Reu­ters að tveir hinna látnu væru karl­menn en karl­manni og konu hefði verið bjargað. Fólkið fannst eft­ir sam­eig­in­lega aðgerð stjórn­valda í Mexí­kó og Banda­ríkj­un­um en nán­ari út­list­an­ir á björg­un­inni voru ekki kynnt­ar.

Jose Rafael Ojeda, flotamálaráðherra Mexíkó, fjallaði um málið á blaðamannafundi …
Jose Rafa­el Oj­eda, flota­málaráðherra Mexí­kó, fjallaði um málið á blaðamanna­fundi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert