Yfir 14.000 milljarða tjón

Sameinuðu þjóðirnar segja að tjónið af völdum jarðskjálftanna sem urðu í Tyrklandi og Sýrlandi í síðasta mánuði nemi rúmum 100 milljörðum dala, sem jafngildir um 14.000 milljörðum kr, og þá er aðeins verið að ræða um tjónið sem varð í Tyrklandi. 

Louisa Vinton, sem er yfir þróunarhjálp SÞ, greindi frá þessu í dag. Við þessa tölu eigi svo eftir að bætast kostnaður við björgunaraðgerðir á vettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert