3 slasaðir eftir að lest fór af teinunum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Þrír slösuðust þegar að fraktlest varð fyrir grjóthruni í ríkinu Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum í morgun. Grjóthrunið hafði þær afleiðingar að lestin fór af teinunum og eldur kom upp í stjórnrýminu.

Í stjórnrýminu voru forstöðumaður, vélstjóri og vélstjóri í þjálfun en þeir náðu lukkulega að flýja eldinn og voru ekki alvarlega slasaðir. 

Fréttastofa ABC greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Lestin fór af teinunum í New River þjóðgarðinum nálægt árbakka en einn vagn lestarinnar hafnaði að hluta í ánni þar sem lak ótilgreint magn af dísel og olíu í ánna. Umhverfisteymi leggur núna mat á ástandið í ánni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert