3 slasaðir eftir að lest fór af teinunum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Þrír slösuðust þegar að frakt­lest varð fyr­ir grjót­hruni í rík­inu Vest­ur-Virg­in­íu í Banda­ríkj­un­um í morg­un. Grjót­hrunið hafði þær af­leiðing­ar að lest­in fór af tein­un­um og eld­ur kom upp í stjórn­rým­inu.

Í stjórn­rým­inu voru for­stöðumaður, vél­stjóri og vél­stjóri í þjálf­un en þeir náðu lukku­lega að flýja eld­inn og voru ekki al­var­lega slasaðir. 

Frétta­stofa ABC grein­ir frá þessu á vefsíðu sinni.

Lest­in fór af tein­un­um í New Ri­ver þjóðgarðinum ná­lægt ár­bakka en einn vagn lest­ar­inn­ar hafnaði að hluta í ánni þar sem lak ótil­greint magn af dísel og olíu í ánna. Um­hverfisteymi legg­ur núna mat á ástandið í ánni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert