Bankamenn ákærðir fyrir að þvætta peninga Pútíns

Saksóknari reynir að tengja Vladimir Pútín við innlögnina.
Saksóknari reynir að tengja Vladimir Pútín við innlögnina. AFP

Rétt­ar­höld yfir fjór­um fyrr­um banka­starfs­mönn­um Gazprom­bank­ans í Zurich sem ákærðir voru fyr­ir að þvætta pen­inga Vla­dimir Pútíns, for­seta Rúss­lands, hóf­ust í dag.

Þrír banka­starfs­mann­anna eru rúss­nesk­ir en sá fjórði er sviss­nesk­ur. Er þeim gefið að sök að hafa tekið við pen­ing­um frá rúss­neska selló­leik­ar­an­um Ser­gei Roludg­in sem lagði inn 50 millj­ón­ir doll­ara inn á banka­reikn­ing án þess að nægj­an­leg­ar skýr­ing­ar hafi fylgt með hvernig hann hafi kom­ist yfir pen­ing­ana.

Réttarhöld hófust yfir fjórum bankamönnum í Sviss í dag.
Rétt­ar­höld hóf­ust yfir fjór­um banka­mönn­um í Sviss í dag. AFP

Er hlut­verk sak­sókn­ara að tengja inn­lögn­ina við Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seta. Roludg­in er sagður hafa sterk tengsl við Pútín og er orðróm­ur þess efn­is að hann sé guðfaðir dótt­ur Pútíns.

Sam­kvæmt sviss­nesk­um lög­um ber að neita að taka á móti inn­lögn­um eða að loka banka­reikn­ing­um ef vafi leik­ur á því að eig­andi reikn­ings­ins sé jafn­framt eig­andi inni­stæðunn­ar. Eins er krafa á um að þeir sem eru með yf­ir­lýst tengsl við stjórn­mála­menn beri að taka með fyr­ir­vara.

Málið þykir vera for­dæm­is­gef­andi um það hvernig Sviss­lend­ing­ar munu taka á pen­ingaþvætti til framtíðar.

Sviss­nesk yf­ir­völd hafa und­an­far­in ár reynt að fjar­lægj­ast þá ímynd að bank­ar lands­ins haldi hlífiskildi yfir spillt­um stjórn­mála- og glæpa­mönn­um.

Upp komst um málið þegar blaðamenn komust á snoðir um hundruð millj­óna doll­ara um­svif Roludg­in í gegn­um af­l­ands­reikn­inga.

Banka­menn­irn­ir fjór­ir eru sakaðir um að hafa ekki farið eft­ir regl­um um að kanna bak­grunn Roludg­in.

Þeir hafa all­ir haldið fram sak­leysi sínu. Inn­lögn­in átti sér stað árið 2014. Gazprom­bank­inn hef­ur lokað úti­búi sínu í Sviss nú og Ser­gei Roludg­in er á lista þeirra Rússa sem eig­ur hafa verið fyrst­ar hjá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert