Bankamenn ákærðir fyrir að þvætta peninga Pútíns

Saksóknari reynir að tengja Vladimir Pútín við innlögnina.
Saksóknari reynir að tengja Vladimir Pútín við innlögnina. AFP

Réttarhöld yfir fjórum fyrrum bankastarfsmönnum Gazprombankans í Zurich sem ákærðir voru fyrir að þvætta peninga Vladimir Pútíns, forseta Rússlands, hófust í dag.

Þrír bankastarfsmannanna eru rússneskir en sá fjórði er svissneskur. Er þeim gefið að sök að hafa tekið við peningum frá rússneska sellóleikaranum Sergei Roludgin sem lagði inn 50 milljónir dollara inn á bankareikning án þess að nægjanlegar skýringar hafi fylgt með hvernig hann hafi komist yfir peningana.

Réttarhöld hófust yfir fjórum bankamönnum í Sviss í dag.
Réttarhöld hófust yfir fjórum bankamönnum í Sviss í dag. AFP

Er hlutverk saksóknara að tengja innlögnina við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Roludgin er sagður hafa sterk tengsl við Pútín og er orðrómur þess efnis að hann sé guðfaðir dóttur Pútíns.

Samkvæmt svissneskum lögum ber að neita að taka á móti innlögnum eða að loka bankareikningum ef vafi leikur á því að eigandi reikningsins sé jafnframt eigandi innistæðunnar. Eins er krafa á um að þeir sem eru með yfirlýst tengsl við stjórnmálamenn beri að taka með fyrirvara.

Málið þykir vera fordæmisgefandi um það hvernig Svisslendingar munu taka á peningaþvætti til framtíðar.

Svissnesk yfirvöld hafa undanfarin ár reynt að fjarlægjast þá ímynd að bankar landsins haldi hlífiskildi yfir spilltum stjórnmála- og glæpamönnum.

Upp komst um málið þegar blaðamenn komust á snoðir um hundruð milljóna dollara umsvif Roludgin í gegnum aflandsreikninga.

Bankamennirnir fjórir eru sakaðir um að hafa ekki farið eftir reglum um að kanna bakgrunn Roludgin.

Þeir hafa allir haldið fram sakleysi sínu. Innlögnin átti sér stað árið 2014. Gazprombankinn hefur lokað útibúi sínu í Sviss nú og Sergei Roludgin er á lista þeirra Rússa sem eigur hafa verið fyrstar hjá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert