Bakmút gæti fallið „á næstu dögum“

Úkraínskir hermenn kveikja eld með byssupúðri til að hlýja sér, …
Úkraínskir hermenn kveikja eld með byssupúðri til að hlýja sér, skammt frá Bakmút fyrr í vikunni. AFP/Aris Messinis

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO), varaði við því í morg­un að borg­in Bak­mút í aust­ur­hluta Úkraínu gæti fallið í hend­ur Rússa á næstu dög­um eft­ir harða bar­daga.

„Við sjá­um að Rúss­ar eru að kasta inn fleiri her­sveit­um, meira afli og það sem Rússa skort­ir í gæðum reyna þeir að bæta fyr­ir með magni,“ sagði Stolten­berg við blaðamenn í Stokk­hólmi, höfuðborg Svíþjóðar, þar sem varn­ar­málaráðherra ESB funduðu.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO. AFP/​Jon­ath­an Nackstrand

„Þeir hafa orðið fyr­ir miklu mann­falli en á sama tíma get­um við ekki úti­lokað að Bak­mút muni á end­an­um falla á næstu dög­um.

„Það er einnig mik­il­vægt að benda á að þetta þýðir ekki endi­lega neinn vendipunkt í stríðinu,“ bætti hann við.

Rúss­neska málaliðasveit­in Wagner sagðist í morg­un hafa náð völd­um yfir aust­ur­hluta Bak­mút, iðnaðar­borg­ar þar sem Rúss­ar og Úkraínu­menn hafa bar­ist hart síðustu mánuði. Áður hafði Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti varað við því að ef Bak­mút félli myndu Rúss­ar öðlast „opna leið“ til sókn­ar lengra inn í landið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert