Bólusetningar hafnar í Sýrlandi

WHO og UNICEF standa nú að bólusetningarátaki í Sýrlandi. Þar …
WHO og UNICEF standa nú að bólusetningarátaki í Sýrlandi. Þar hefur um hríð verið kólerufaraldur og allt bendir til þess að hann versni í kjölfar hamfaranna. AFP

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) og Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna (UNICEF) hafa í dag hafið bólu­setn­ingar­átak gegn kóleru á jarðskjálfta­svæðunum í norðvest­ur­hluta Sýr­lands. Þetta gera sam­tök­in í sam­starfi við yf­ir­völd í land­inu. 

Bólu­setn­ingar­átakið er eitt af mörg­um inn­grip­um UNICEF og sam­starfsaðila til að sporna gegn út­breiðslu kóleru á ham­fara­svæðunum. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá UNICEF á Íslandi.

Tæp hundrað þúsund Sýr­lend­inga hafa verið á ver­gangi í norðvest­an­verðu land­inu eft­ir jarðskjálft­ana mann­skæðu sem urðu í byrj­un fe­brú­ar.

Kólera er bráðsmit­andi og stund­um ban­væn þarma­sýk­ing sem get­ur smit­ast m.a. með menguðu vatni. Við slæm­ar aðstæður eins og eft­ir nátt­úru­ham­far­ir er hætta á að smit­sjúk­dóm­ar á borð við kóleru breiðist hratt út.

Í jarðskjálftun­um skemmd­ust innviðir víða um Sýr­land, þar á meðal hafa vatns- og hrein­lætis­kerfi orðið fyr­ir tjóni. Því hef­ur hætta auk­ist á sjúk­dóm­um sem smit­ast með vatni, kóleru þar á meðal.

Kólerufar­aldri í Sýr­landi var lýst yfir í sept­em­ber árið 2022 en síðan þá hafa um 50 þúsund til­felli verið til­kynnt í tveim­ur héruðum lands­ins, Idlib og Al­eppo, og af þeim voru 18% í hjálp­ar­búðum fyr­ir fólk á ver­gangi. Eft­ir jarðskjálft­anna hafa 1.700 til­felli verið til­kynnt.

Bólu­setn­ingar­átakið mun ná til barna frá eins árs aldri, einkum þeirra sem búa á helstu hættu­svæðum. 1400 bólu­setn­ing­ar­t­eymi munu ganga á milli húsa í land­inu og því er gert ráð fyr­ir að 1,7 millj­ón­ir bólu­efna­skammta verði notaðir alls.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert