Fjórir létust í lestarslysi í Egyptalandi

Fjórir létust og 23 slösuðust í lestarslysi í Egyptalandi í …
Fjórir létust og 23 slösuðust í lestarslysi í Egyptalandi í gær. AFP/Khaled Desouki

Fjór­ir lét­ust og 23 slösuðust þegar farþega­lest skall á varn­arstuðara lest­ar­stöðvar í borg­inni Qa­lyub norður af Kaíró í Egyptalandi í gær.

Tölu­vert hef­ur verið um bana­slys á járn­braut­ar­kerf­um lands­ins að und­an­förnu sem að mestu eru tal­in vegna gam­alla og illa viðhald­inna innviða en í mars árið 2021 lét­ust að minnsta kosti 20 manns og tæp­lega 200 slösuðust til viðbót­ar í lest­ar­slysi í suður­hluta Egypta­lands.

Járn­brauta­stofn­un rík­is­ins sagði öku­mann­inn hafa farið yfir stöðina í gegn­um stöðvun­ar­merki og keyrt inn í þessa varn­arstuðara. Stuðar­arn­ir gegna því hlut­verki að stöðva lest­ir frá því að fara fram af enda járn­braut­arteina.

„Þetta leiddi til þess að lest­in fór út af spor­inu,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu stofn­un­ar­inn­ar.

Abdel Fattah al-Sisi, for­seti Egypta­lands, hef­ur heitið því að gera hlutaðeig­andi ábyrga á end­ur­tekn­um bana­slys­um á járn­brauta­kerf­inu.

Samið hef­ur verið um bygg­ingu fyrsta hluta nýs há­hraðal­est­ar­kerf­is til að leysa af hólmi nú­ver­andi járn­braut­ar­kerfi í einu af stærstu verk­efn­um stjórn­ar Abdel Fattah al-Sisi.

Lögreglumenn ráða ráðum sínum.
Lög­reglu­menn ráða ráðum sín­um. AFP/​Khaled Desouki
Ungmenni fylgjast með krana að störfum í kjölfar lestarslyssins.
Ung­menni fylgj­ast með krana að störf­um í kjöl­far lest­ar­slyss­ins. AFP/​Khaled Desouki
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert