Gríska lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í dag er þeir köstuðu bensínsprengjum fyrir utan þingið í Aþenu í fjölmennum mótmælum sem beindust að yfirvöldum vegna mannskæðs lestarslyss í síðustu viku.
Tugir grímuklæddra ungmenna köstuðu grjóti og bensínsprengjum í átt að óeirðalögreglu fyrir utan bygginguna þegar meira en 40.000 manns efndu til mótmæla í grísku höfuðborginni vegna slyssins þar sem 57 létust.