Móðir í tveimur vinnum vann 141 milljón í happdrætti

Hanitzch vann 141 milljón í happdrættinu EuroMillions.
Hanitzch vann 141 milljón í happdrættinu EuroMillions. mbl.is/Golli

Sally-Ann Hanitzch, 55 ára móðir frá Bretlandi, vann á dög­un­um 838 þúsund pund í happ­drætti þar í landi en það nem­ur um 141 millj­ón­um ís­lenskra króna. 

Frétta­stofa BBC grein­ir frá þessu.

Áður en Hanitzch hlaut vinn­ing­inn vann hún á tveim­ur stöðum til að fram­fleyta sér og börn­um henn­ar tveim­ur. Hún starfaði í hluta­starfi í mat­vöru­búð sam­hliða fullri vinnu sem um­sjón­ar­maður eignaráðs í bæj­ar­stjórn Cambridge-borg­ar. 

Held­ur áfram í vinn­unni sinni

Hún var með all­ar fimm töl­urn­ar rétt­ar ásamt auka tölu í EuroMilli­ons happ­drætt­inu þann ann­an des­em­ber en skoðaði ekki miðan sinn fyrr en rúm­lega mánuði seinna. 

Hún seg­ist ætla að nýta vinn­ings­féð til að fara í frí til Jap­ans ásamt því að hjálpa syni sín­um og dótt­ur að kaupa heim­ili. Hanitzch seg­ir í sam­tali við BBC að það hafi verið orðið mjög þreyt­andi að vinna tutt­ugu klukku­stund­ir á viku.

Hanitzch hef­ur nú sagt upp starfi sínu í mat­vöru­búðinni en seg­ist ætla að halda áfram í vinnu sinni sem um­sjón­ar­maður eignaráðs. „Ég er bara 55 ára, ég elska vinn­una mína og sam­starfs­fé­laga mína í bæj­ar­stjórn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert