Selenskí þakkar mótmælendum í Georgíu

Selenskí Úkraínuforseti tjáir sig um mótmælin í Georgíu í myndbandsávarpi …
Selenskí Úkraínuforseti tjáir sig um mótmælin í Georgíu í myndbandsávarpi sínu. AFP/Genya Savilov

„Ég vil þakka öllum sem hafa haldið á úkraínskum fánum á torgum og götum Georgíu seinustu daga,“ segir Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu í dag en Úkraínufánar hafa verið áberandi í mótmælunum, sem skekið hafa Georgíu undanfarna tvo daga. 

Mótmælin eiga rót sína í nýju frumvarpi stjórnvalda, sem sagt er hannað að rússneskri fyrirmynd. Í dag hafa mótmæli staðið yfir síðan klukkan 11.

Þjóðsöngur Úkraínu á torgum Tíblisi

Selenskí þakkar einnig Georgíumönnum fyrir að spila þjóðsönginn á götum borgarinnar en myndband af því hefur flakkað víða um vefinn.

„Ég vil koma mínu þakklæti framfæri fyrir að þjóðsöngur okkar hafi verið spilaður í Tíblisi. Þetta er virðing í garð Úkraínumanna og ég vil lýsa yfir einlægri virðingu í garð Georgíumanna.“

Selenskí segir að að það sé ekki einn Úkraínumaður sem myndi ekki óska velgengni yfir Georgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert