Selenskí þakkar mótmælendum í Georgíu

Selenskí Úkraínuforseti tjáir sig um mótmælin í Georgíu í myndbandsávarpi …
Selenskí Úkraínuforseti tjáir sig um mótmælin í Georgíu í myndbandsávarpi sínu. AFP/Genya Savilov

„Ég vil þakka öll­um sem hafa haldið á úkraínsk­um fán­um á torg­um og göt­um Georgíu sein­ustu daga,“ seg­ir Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, í ávarpi sínu í dag en Úkraínuf­án­ar hafa verið áber­andi í mót­mæl­un­um, sem skekið hafa Georgíu und­an­farna tvo daga. 

Mót­mæl­in eiga rót sína í nýju frum­varpi stjórn­valda, sem sagt er hannað að rúss­neskri fyr­ir­mynd. Í dag hafa mót­mæli staðið yfir síðan klukk­an 11.

Þjóðsöng­ur Úkraínu á torg­um Tíbl­isi

Selenskí þakk­ar einnig Georgíu­mönn­um fyr­ir að spila þjóðsöng­inn á göt­um borg­ar­inn­ar en mynd­band af því hef­ur flakkað víða um vef­inn.

„Ég vil koma mínu þakk­læti fram­færi fyr­ir að þjóðsöng­ur okk­ar hafi verið spilaður í Tíbl­isi. Þetta er virðing í garð Úkraínu­manna og ég vil lýsa yfir ein­lægri virðingu í garð Georgíu­manna.“

Selenskí seg­ir að að það sé ekki einn Úkraínumaður sem myndi ekki óska vel­gengni yfir Georgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert