Táragas aftur notað gegn mótmælendum

Lögregla hefur aftur beitt táragasi gegn mótmælendum i Tbilisi.
Lögregla hefur aftur beitt táragasi gegn mótmælendum i Tbilisi. Skjáskot/Reuters

Lögregla hefur aftur beitt rafvopnum, táragasi og öflugum háþrýstidælum gegn mótmælendum í Tbílisi, höfuðborg Georgíu. Mannmergð hefur verið fyrir utan þinghúsið í dag, þar sem verið er að mótmæla nýju og umdeildu lagafrumvarpi sem heftir frelsi fjölmiðla í landinu. Frá þessu greinir franski fréttamiðillinn France 24.

Lögreglan beitti sömu aðferðum á mótmælum í gær.

Mótmæltu aftur í dag

Í nótt voru 66 mótmælendur handteknir en í morgun greindi mbl.is frá því að þúsundir manns höfðu flykkst til gatna til að tjá ósætti sitt um lagafrumvarpið umdeilda.

Mótmælin hófust á ný í dag fyrir utan þinghúsið um klukkan 11 að íslenskum tíma og eru framhald af mótmælunum sem áttu sér stað í nótt.

Lagafrumvarpið er talið vera í likningu við rússnesk lög sem …
Lagafrumvarpið er talið vera í likningu við rússnesk lög sem hafa takmarkað frelsi fjölmiðla. AFP

Allt að tíu þúsund manns voru við mótmælin fyrir framan þinghúsið fyrr í dag en enn fleiri hafa nú bæst í hópinn.

Staðfest hefur verið að það hafi að minnsta kosti tíu verið handteknir við mótmælin í dag. 

Irakli Gari­bashvili, forsætisráðherra Georgíu, hefur að sögn BBC fordæmt mótmælin vegna lagafrumvarpsins en frumvarpið fór í fyrstu umræðu á þingi í gær.

Frumvarpið sem verið er að mótmæla er sagt takmarka frelsi fjölmiðla og brjóta í bága við stoð lýðræðisins. Það er sagt „rússneskt“ en það líkist lögum í Rússlandi sem hafa verið notuð til að berjast gegn andófi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert