Táragas aftur notað gegn mótmælendum

Lögregla hefur aftur beitt táragasi gegn mótmælendum i Tbilisi.
Lögregla hefur aftur beitt táragasi gegn mótmælendum i Tbilisi. Skjáskot/Reuters

Lög­regla hef­ur aft­ur beitt raf­vopn­um, tára­gasi og öfl­ug­um háþrýsti­dæl­um gegn mót­mæl­end­um í Tbíl­isi, höfuðborg Georgíu. Mann­mergð hef­ur verið fyr­ir utan þing­húsið í dag, þar sem verið er að mót­mæla nýju og um­deildu laga­frum­varpi sem heft­ir frelsi fjöl­miðla í land­inu. Frá þessu grein­ir franski fréttamiðill­inn France 24.

Lög­regl­an beitti sömu aðferðum á mót­mæl­um í gær.

Mót­mæltu aft­ur í dag

Í nótt voru 66 mót­mæl­end­ur hand­tekn­ir en í morg­un greindi mbl.is frá því að þúsund­ir manns höfðu flykkst til gatna til að tjá ósætti sitt um laga­frum­varpið um­deilda.

Mót­mæl­in hóf­ust á ný í dag fyr­ir utan þing­húsið um klukk­an 11 að ís­lensk­um tíma og eru fram­hald af mót­mæl­un­um sem áttu sér stað í nótt.

Lagafrumvarpið er talið vera í likningu við rússnesk lög sem …
Laga­frum­varpið er talið vera í likn­ingu við rúss­nesk lög sem hafa tak­markað frelsi fjöl­miðla. AFP

Allt að tíu þúsund manns voru við mót­mæl­in fyr­ir fram­an þing­húsið fyrr í dag en enn fleiri hafa nú bæst í hóp­inn.

Staðfest hef­ur verið að það hafi að minnsta kosti tíu verið hand­tekn­ir við mót­mæl­in í dag. 

Irakli Gari­bashvili, for­sæt­is­ráðherra Georgíu, hef­ur að sögn BBC for­dæmt mót­mæl­in vegna laga­frum­varps­ins en frum­varpið fór í fyrstu umræðu á þingi í gær.

Frum­varpið sem verið er að mót­mæla er sagt tak­marka frelsi fjöl­miðla og brjóta í bága við stoð lýðræðis­ins. Það er sagt „rúss­neskt“ en það lík­ist lög­um í Rússlandi sem hafa verið notuð til að berj­ast gegn and­ófi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert