Þakkaði konum fyrir að verja Úkraínu

Selenskí Úkraínuforseti.
Selenskí Úkraínuforseti. AFP/Genya Savilov

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, þakkaði úkraínsk­um kon­um á Alþjóðleg­um degi kvenna, fyr­ir að vera í lyk­il­hlut­verki við að verja landið gegn inn­rás Rússa.

„Það er mik­il­vægt að þakka fyr­ir í dag. Að þakka öll­um kon­un­um sem starfa, kenna, rann­saka, bjarga, hjúkra og berj­ast –  berj­ast fyr­ir Úkraínu,“ sagði Selenskí í mynd­bandsávarpi.

Hann bætti við að í dag sé rétt „að minn­ast, hugsa um og þakka öll­um kon­um sem fórnuðu líf­um sín­um í þágu lands­ins okk­ar“.

„Sam­einuð erum við sterk. Sam­einuð erum við ósigrandi. Sam­einuð erum við frjáls. Og sam­einuð mun­um við tví­mæla­laust vinna. Það mun­um við gera,“ sagði Selenskí.

Mann­rétt­inda­hóp­ar segja að auk­in byrði hafi verið lögð á úkraínsk­ar kon­ur í stríðinu, sér­sta­kega þegar kem­ur að umönn­un. Einnig hafa þeir varað við auknu kyn­bundnu of­beldi og man­sali.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert