Þúsundir mótmæla umdeildu frumvarpi

00:00
00:00

Hörð mót­mæli hafa brot­ist út í Tbíl­isi, höfuðborg Georgíu, vegna laga­frum­varps sem hef­ur verið lagt fram á þingi, en gagn­rýn­end­ur telja að það muni tak­marka frelsi fjöl­miðla og vega að stoðum lýðræðis­ins.

Þúsund­ir gengu fylktu liði til að mót­mæla frum­varp­inu sem hef­ur nú farið í gegn­um fyrstu umræðu á þing­inu. Hafa mót­mæl­end­ur m.a. kastað bens­ín­sprengj­um í átt að lög­regl­unni sem reyndi að brjóta mót­mæl­in á bak aft­ur með tára­gasi og kraft­mikl­um vatns­byss­um.

Í mynd­skeiðum í dreif­ingu af mót­mæl­un­um má sjá mót­mæl­end­ur falla til jarðar hóst­andi, meðan aðrir veifa fána Evr­ópu­sam­bands­ins og Georgíu.

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda.
Til átaka kom milli lög­reglu og mót­mæl­enda. AFP/​Str­in­ger

Skaðleg áhrif á inn­göngu í ESB

Frum­varpið, sem kveður m.a. á um að fjöl­miðlar og frjáls fé­laga­sam­tök með tengsl er­lend­is verði skrán­ing­ar­skyld, svip­ar til lög­gjaf­ar í Rússlandi sem hef­ur verið notuð til að berj­ast gegn and­ófi 

Und­an­far­in ár hafa stjórn­völd í Georgíu mátt þola mikla gagn­rýni vegna ákv­arðana sem tald­ar eru vega að lýðræðinu. Hef­ur þetta haft skaðleg áhrif á sam­skipti Tbíl­isi og Brus­sel. 

Banda­ríska sendi­ráðið í Georgíu hef­ur sagt frum­varpið í and­stöðu við mark­mið lands­ins um að verða hluti af Evr­ópu­sam­band­inu en stjórn­völd í land­inu sóttu um aðild skömmu eft­ir að inn­rás Rússa í Úkraínu hófst.

Lögreglan hefur notað táragas og vatnsbyssur til að brjóta mótmælin …
Lög­regl­an hef­ur notað tára­gas og vatns­byss­ur til að brjóta mót­mæl­in á bak aft­ur. AFP/​Str­in­ger

For­set­inn lýs­ir yfir stuðningi við mót­mæl­end­ur

Salome Zoura­bichvili, for­seti Georgíu, hef­ur lýst yfir stuðningi við mót­mæl­end­ur og heitið því að beita neit­un­ar­valdi verði laga­frum­varpið samþykkt á þing­inu.

„Ég stend með ykk­ur því þið talið fyr­ir frjálsri Georgíu sem sér fyr­ir sér framtíð í Evr­ópu og mun ekki leyfa nein­um að stela þeirri framtíð,“ sagði hún í ávarpi sem var tekið upp á mynd­skeið þar sem hún er stödd í Banda­ríkj­un­um í op­in­berri heim­sókn.

„Eng­inn á rétt á því að stela framtíð ykk­ar,“ bætti hún við og mátti sjá frels­is­stytt­una í bak­grunn­in­um.

Mótmælin fyrir framan þinghúsið í Tbilisi.
Mót­mæl­in fyr­ir fram­an þing­húsið í Tbil­isi. AFP/​Str­in­ger
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert