Þúsundir tyrkneskra kvenna brutu bann við mótmælum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í gær og söfnuðust saman í Istanbúl, stærstu borgar Tyrklands, þar sem þær efldu til „femínískrar næturgöngu“.
Lögreglan stöðvaði gönguna áður en konurnar náðu að Taksim-torgi borgarinnar, en leyfðu þó gönguna um stund þangað til táragas var notað til að tvístra samkomunni. Nokkrir mótmælendur voru handteknir.
Í tilefni dagsins gaf helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Repúblikanaflokkur fólksins, út skýrslu sem greindi frá því að fleiri en 600 konur hefðu verið myrtar af karlmönnum í Tyrklandi, frá árinu 2021. Sama ár og forseti landsins Erdogan dró til baka aðild landsins að Istanbúl-samningnum um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, sem var undirritaður í borginni árið 2011.