Femínísk næturganga stöðvuð með táragasi

AFP

Þúsund­ir tyrk­neskra kvenna brutu bann við mót­mæl­um á alþjóðleg­um bar­áttu­degi kvenna í gær og söfnuðust sam­an í Ist­an­búl, stærstu borg­ar Tyrk­lands, þar sem þær efldu til „femín­ískr­artur­göngu“.

Lög­regl­an stöðvaði göng­una áður en kon­urn­ar náðu að Taksim-torgi borg­ar­inn­ar, en leyfðu þó göng­una um stund þangað til tára­gas var notað til að tvístra sam­kom­unni. Nokkr­ir mót­mæl­end­ur voru hand­tekn­ir.

Í til­efni dags­ins gaf helsti stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur lands­ins, Re­públi­kana­flokk­ur fólks­ins, út skýrslu sem greindi frá því að fleiri en 600 kon­ur hefðu verið myrt­ar af karl­mönn­um í Tyrklandi, frá ár­inu 2021. Sama ár og for­seti lands­ins Er­dog­an dró til baka aðild lands­ins að Ist­an­búl-samn­ingn­um um for­varn­ir og bar­áttu gegn of­beldi á kon­um og heim­il­isof­beldi, sem var und­ir­ritaður í borg­inni árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert