Fimm látnir eftir umfangsmiklar árásir Rússa

Úkraínskur hermaður skammt frá borginni Bakmút í austurhluta landsins þar …
Úkraínskur hermaður skammt frá borginni Bakmút í austurhluta landsins þar sem hart hefur verið barist að undanförnu. AFP/Aris Messinis

Að minnsta kosti fimm eru látn­ir eft­ir að Rúss­ar gerðu loft­árás­ir á orku­innviði víðsveg­ar um Úkraínu í nótt.

Raf­mangs­leysi varð víða vegna árás­anna í Úkraínu í nótt, þar á meðal í kjarn­orku­ver­inu Za­porizhzhia, sem er það stærsta í Evr­ópu.

„Á þess­ari stundu er vitað um fjóra látna. Þetta eru fjór­ir full­orðnir ein­stak­ling­ar. Tveir menn og tvær kon­ur,“ skrifaði Mak­sym Kozyt­sky, héraðsstjóri Lviv, á Tel­egram og bætti við að flug­skeyti hefði lent á heim­ili fólks­ins. Einn til viðbót­ar fannst lát­inn í héraðinu Dnipropetrovsk.

Rúss­ar hafa í marga mánuði gert árás­ir á lyk­ilstaði í Úkraínu með flug­skeyt­um og drón­um, sem hafa haft áhrif á vatns­notk­un og hita- og raf­mangsveitu í land­inu með slæm­um af­leiðinum fyr­ir millj­ón­ir manna.

40% íbúa án hita

Vitalí Klitsch­ko, borg­ar­stjóri Kænug­arðs, sagði 15 pró­sent heim­ila vera án raf­magns og 40 pró­sent heim­ila án hita eft­ir spreng­ing­ar á tveim­ur svæðum í borg­inni í nótt. „Tveir særðust,“ sagði hann.

Loft­árás­irn­ar stöðvuðu raf­mangs­flutn­ing til kjarn­orku­vers­ins Za­porizhzhi, sem rúss­nesk­ar her­sveit­ir ráða núna yfir. Í sjötta sinn síðan þeir hrifsuðu þar til sín völd er kjarn­orku­verið starf­rækt með aðstoð dísel­rafala.  

Einnig voru gerðar árás­ir á önn­ur orku­ver á þó nokkr­um öðrum svæðum í Úkraínu, þar á meðal í Karkív í norðaust­ur­hluta lands­ins og Odesa í suðvestri. Í Karkív, sem er staðsett við land­mær­in að Rússlandi, sagði héraðsstjór­inn Oleg Synegu­bov að 15 árás­ir hefðu verið gerðar.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð eft­ir nýj­ar fregn­ir af fjölda lát­inna eft­ir árás­irn­ar. 

Upp­fært kl. 7.50:

Úkraínu­menn segja að loft­varn­ir land­ins hafi skotið niður á fjórða tug flug­skeyta sem Rúss­ar skutu í átt að land­inu. 

Hers­höfðing­inn Val­e­rí Zaluzhní sagði Rússa hafa skotið á loft 81 flug­skeyti frá mis­mun­andi stöðum. Úkraínu­menn hefðu eyðilagt 34 þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert