Frumvarpið dregið til baka eftir mikil mótmæli

Mótmælendur fyrir utan þinghúsið í Tbílisi.
Mótmælendur fyrir utan þinghúsið í Tbílisi. AFP

Stjórn­ar­flokk­ur Georgíu, Drauma­flokk­ur­inn, seg­ir að frum­varp þeirra um „er­lenda er­ind­reka“ verði fellt, eft­ir harðvítuga and­stöðu al­menn­ings síðastliðna tvo sól­ar­hringa.

Of­beld­is­full mót­mæli hafa brot­ist út í höfuðborg­inni Tbí­lisi en frum­varpið hef­ur verið gagn­rýnt fyr­ir for­ræðis­hyggju þar sem það myndi draga úr fjöl­miðlafrelsi og viðleitni lands­ins til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu.

Frum­varpið kveður á um að fjöl­miðlar sem hljóti meira en 20 pró­sent af rekstr­ar­fé sínu að utan þurfi að skrá sig sem „er­lend­an aðila“.

„Nei við Rúss­nesk­um lög­um“

Um 60 mót­mæl­end­ur voru hand­tekn­ir fyr­ir utan þing­húsið í Tbíl­isi og beitti lög­regla raf­vopn­um, tára­gasi og öfl­ug­um háþrýsti­dæl­um á fólk.

Mót­mæl­end­ur sem báru fána frá Georgíu, ESB og Úkraínu söfnuðust sam­an fyr­ir utan þing­húsið og hrópuðu: „Nei við rúss­nesk­um lög­um“.

Al­mennt rík­ir mik­il andstaða gegn Rússlandi í Georgíu, sem áður til­heyrði Sov­ét­ríkj­un­um, og mik­ill þjóðar­vilji er fyr­ir því að ganga í ESB, en um­sókn Georgíu er enn til skoðunar.

Áþekk lög um fjöl­miðla eru í Rússlandi, en Josep Bor­rell, yf­ir­maður ut­an­rík­is­mála hjá Evr­ópu­sam­band­inu, seg­ir þau ekki vera í sam­ræmi við gildi sam­bands­ins.

Stjórn­ar­andstaðan hvet­ur fólk til þess að koma aft­ur sam­an í kvöld. Tsot­ne Ko­ber­idze, meðlim­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar, seg­ir mik­il­vægt að fá það á hreint hvernig rík­is­stjórn­in ætli að hverfa frá frum­varp­inu, því enn sem komið er séu áform þeirra óljós.

„Þetta er stóra tæki­færið okk­ar til að slíta öll tengsl við Rúss­land. Við vilj­um standa með Evr­ópu­sam­band­inu.“

Rúss­nesk­ur millj­arðamær­ing­ur með völd­in

Drauma­flokk­ur­inn hef­ur verið stjórn­ar­flokk­ur lands­ins frá ár­inu 2012 en formaður flokks­ins er rúss­neski millj­arðamær­ing­ur­inn Bidz­ina Ivanis­hvili, og er hann tal­inn fara með mikið vald inn­an flokks­ins.

Gagn­rýn­end­ur Drauma­flokks­ins halda því fram að Ivanis­hvili bendli Georgíu við Rúss­land, þrátt fyr­ir yf­ir­gnæf­andi stuðning þjóðar­inn­ar við Úkraínu, en rík­is­stjórn Georgíu hef­ur til að mynda ekki sam­ein­ast Vest­ur­lönd­um í að beita Rúss­land refsiaðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert