Handtekinn alblóðugur grunaður um morð

Frá Luleå í Svíþjóð.
Frá Luleå í Svíþjóð. Ljósmynd/Colourbox

Karl og kona fund­ust lát­in á heim­ili í borg­inni Luleå í Svíþjóð. Lög­regl­an hef­ur hand­tekið karl­mann í tengsl­um við málið. 

Að sögn lög­reglu verður hann yf­ir­heyrður vegna máls­ins í dag. 

Fram kem­ur í um­fjöll­un sænska rík­is­út­varps­ins SVT, að lög­regl­an hafi verið með mik­inn viðbúnað vegna máls­ins. Stórt svæði var girt af á meðan lög­regl­an at­hafnaði sig á vett­vangi. 

Að sögn sjón­ar­votta mátti heyra ösk­ur rétt fyr­ir klukk­an sjö að staðar­tíma í morg­un. Skömmu síðar gekk ber­fætt­ur og al­blóðugur karl­maður út úr hús­inu. Vopnaðir lög­reglu­menn, sem komu á staðinn, hand­tóku mann­inn, sem fyrr seg­ir. 

Maður­inn er grunaður um að hafa myrt fólkið, en fram kem­ur í um­fjöll­un SVT að maður­inn sé skyld­ur hinum látnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert