Konur fá að vera berar að ofan í Berlín

Hér eftir mega þeir sem vilja vera berir að ofan.
Hér eftir mega þeir sem vilja vera berir að ofan. AFP

Konum í Berlín verður hér eftir heimilt að fara í sund án þess að hylja brjóst sín. Yfirvöld komst að þessari niðurstöðu í kjölfar þess að konu sem vísað hafði verið úr opinberri sundlaug hóf málsókn byggða á mismunun.

Ákvörðuninni hefur verið vel tekið hjá Berlínarbúum sem til þessa hafa talið sig meðal þeirra frjálslyndustu í heimi þegar kemur að hvers konar nekt.

Þannig hefur það gjarnan vakið furðu erlendra gesta þegar þeir sjá innfædda á Adams- og Evuklæðunum í vötnum og tjörnum borgarinnar.

Umræðan um nekt í opinberum sundlaugum hefur hins vegar átt sér stað undanfarin misseri og skiptar skoðanir á málefninu. Eftir sem áður verður sundgestum þó gert að hylja kynfæri sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert