Konur fá að vera berar að ofan í Berlín

Hér eftir mega þeir sem vilja vera berir að ofan.
Hér eftir mega þeir sem vilja vera berir að ofan. AFP

Kon­um í Berlín verður hér eft­ir heim­ilt að fara í sund án þess að hylja brjóst sín. Yf­ir­völd komst að þess­ari niður­stöðu í kjöl­far þess að konu sem vísað hafði verið úr op­in­berri sund­laug hóf mál­sókn byggða á mis­mun­un.

Ákvörðun­inni hef­ur verið vel tekið hjá Berlín­ar­bú­um sem til þessa hafa talið sig meðal þeirra frjáls­lynd­ustu í heimi þegar kem­ur að hvers kon­ar nekt.

Þannig hef­ur það gjarn­an vakið furðu er­lendra gesta þegar þeir sjá inn­fædda á Adams- og Evu­klæðunum í vötn­um og tjörn­um borg­ar­inn­ar.

Umræðan um nekt í op­in­ber­um sund­laug­um hef­ur hins veg­ar átt sér stað und­an­far­in miss­eri og skipt­ar skoðanir á mál­efn­inu. Eft­ir sem áður verður sund­gest­um þó gert að hylja kyn­færi sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert