Talið er að sjö einstaklingar séu látnir eftir skotárás í Hamborg í Þýskalandi. Árásin átti sér stað í samkomuhúsi Votta Jehóva í hverfinu Alsterdorf um klukkan níu á staðartíma.
Þýski miðillinn bild.de greinir frá. Talið er að minnst átta aðrir séu særðir.
Upphaflega greindu þýskir miðlar frá því að árásarmaðurinn hafi flúið vettvang en fréttaveitan AFP greinir nú frá því að lögreglan í Hamborg telji að árásarmaður sé meðal þeirra látnu.
Bild.de greinir einnig frá því að fyrstu lögreglumenn á vettvang hafi heyrt byssuskot.
Tote und Verletzte nach Schüssen in #Hamburg #Alsterdorf pic.twitter.com/TaJblhYExz
— Sven Hartmann (@Hartman0049) March 9, 2023
Peter Tschentscher, borgarstjóri Hamborgar, skrifar á Twitter að unnið sé að því að finna árásarmanninn/árásarmennina. Vottar hann fjölskyldum fórnarlambanna samúðarkveðjur.
Die Meldungen aus Alsterdorf / Groß Borstel sind erschütternd. Den Angehörigen der Opfer gilt mein tiefes Mitgefühl. Die Einsatzkräfte arbeiten mit Hochdruck an der Verfolgung des / der Täter & der Aufklärung der Hintergründe. Bitte beachten Sie die Hinweise der @PolizeiHamburg. https://t.co/38UcdguLzH
— Peter Tschentscher (@TschenPe) March 9, 2023
Lögreglan í Hamborg greinir frá því á Twitter að ástæða árásarinnar liggi ekki fyrir.
Bislang liegen keine gesicherten Informationen zu dem Tatmotiv vor.
— Polizei Hamburg (@PolizeiHamburg) March 9, 2023
Wir bitten darum, keine ungesicherten Vermutungen zu teilen und/oder Gerüchte zu streuen. #schießerei #hh0903