Mitch McConnell fluttur á sjúkrahús

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. DREW ANGERER

Mitch McConnell, leiðtogi Re­públi­kana í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings, var flutt­ur á sjúkra­hús í gær eft­ir að hafa hrasað og dottið í sam­kvæmi sem hann hélt á hót­eli í höfuðborg­inni Washingt­on, að sögn tals­manns hans.  

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um líðan McConn­ell eft­ir at­vikið hafa ekki verið veitt­ar.  

McConn­ell, sem er 81 árs og frá Kentucky, hef­ur setið sjö kjör­tíma­bil fyr­ir hönd Re­públi­kana í öld­unga­deild og er er sem stend­ur leiðtogi minni­hlut­ans. Hann hef­ur lengi verið mik­ill and­stæðing­ur for­seta Banda­ríkj­anna, Joe Biden, í sam­bandi við ýmis lög­gjaf­ar­mál. 

Áður leiddi McConn­ell meiri­hluta öld­unga­deild­ar­inn­ar og var hægri hönd Don­ald Trumps í að knýja áfram val á íhalds­söm­um hæsta­réttardómur­um. Trump skipaði með samþykki öld­unga­deild­ar­inn­ar þrjá íhalds­sama dóm­ara, en það er talið hafa opnað dyrn­ar fyr­ir dóm­stól­inn til að af­nema rétt til þung­un­ar­rofs á landsvísu, í júní á síðasta ári. 

Sam­kvæmt frétt BBC News er þetta ekki í fyrsta skipti sem McConn­ell dett­ur, en árið 2019 datt hann og brotnaði þá á öxl. Í viðtali við Associa­ted Press árið 2020 kvaðst McConn­ell hafa þjáðst af löm­un­ar­veiki sem barn, sem hafi skert hreyfigetu hans miðað við jafn­aldra hans. McConn­ell sagðist enn eiga erfitt með að ganga upp stiga í kjöl­farið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert