Talið að sjö séu látnir eftir skotárás í Þýskalandi

Lögreglan er með mikinn viðbúnað.
Lögreglan er með mikinn viðbúnað. AFP/Jonas Walzberg

Talið er að sjö ein­stak­ling­ar séu látn­ir eft­ir skotárás í Ham­borg í Þýskalandi. Árás­in átti sér stað í sam­komu­húsi Votta Jehóva í hverf­inu Al­ster­dorf um klukk­an níu á staðar­tíma.

Þýski miðill­inn bild.de grein­ir frá. Talið er að minnst átta aðrir séu særðir.

Upp­haf­lega greindu þýsk­ir miðlar frá því að árás­armaður­inn hafi flúið vett­vang en frétta­veit­an AFP grein­ir nú frá því að lög­regl­an í Ham­borg telji að árás­armaður sé meðal þeirra látnu. 

Bild.de grein­ir einnig frá því að fyrstu lög­reglu­menn á vett­vang hafi heyrt byssu­skot.

Peter Tschentscher, borg­ar­stjóri Ham­borg­ar, skrif­ar á Twitter að unnið sé að því að finna árás­ar­mann­inn/​árás­ar­menn­ina. Vott­ar hann fjöl­skyld­um fórn­ar­lambanna samúðarkveðjur.

Lög­regl­an í Ham­borg grein­ir frá því á Twitter að ástæða árás­ar­inn­ar liggi ekki fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert