Tárvotur hermaður lýsir hörmungum við brotthvarfið

Liðþjálfinn Tyler Vargas-Andrews kom fyrir þingnefndina í gær.
Liðþjálfinn Tyler Vargas-Andrews kom fyrir þingnefndina í gær. AFP

Fyrr­ver­andi banda­rísk­ur hermaður sem særðist al­var­lega í Af­gan­ist­an seg­ir að brott­hvarf Banda­ríkja­hers frá land­inu árið 2021 hafi verið hrein hörm­ung. Þetta sagði hann þegar hann gaf vitn­is­b­urð fyr­ir ut­an­rík­is­mála­nefnd Banda­ríkjaþings. 

Hermaður­inn, Tyler Vargas-Andrews, mætti fyr­ir þing­nefnd­ina, sem re­públi­kan­ar fara fyr­ir, en nefnd­inni er ætlað að rann­saka hvernig rík­is­stjórn Joe Biden Banda­ríkja­for­seta stóð að því að flytja her­inn frá Af­gan­ist­an fyr­ir tveim­ur árum. 

Hann lýsti glundroða og skipu­lags­leysi dag­ana eft­ir að talíban­ar náðu Kabúl, höfuðborg lands­ins, aft­ur á sitt vald. 

Aðrir her­menn hafa talað um áföll sem þeir glíma enn við í dag og hvað það hafi reynt and­lega á menn að skilja sína banda­menn eft­ir óstudda, að því er seg­ir í um­fjöll­un breska út­varps­ins.

Vargas-Andres, sem er 25 ára gam­all, var einn af nokkr­um banda­rísk­um her­mönn­um sem fengu það verk­efni að verja flug­völl­inn í Kabúl. 26. ág­úst 2021. Þann dag gerðu tveir menn sjálfs­vígs­árás á hóp Af­g­ana sem voru að reyna flýja und­an talíbön­um á meðan brott­flutn­ing­ur­inn stóð sem hæst.

Þrett­án banda­rísk­ir her­menn létu lífið í árás­un­um og 170 af­gansk­ir rík­is­borg­ar­ar. 

Vitnisburður hermannsins var tilfinningaþrunginn, en hann særðist sjálfur alvarlega í …
Vitn­is­b­urður her­manns­ins var til­finn­ingaþrung­inn, en hann særðist sjálf­ur al­var­lega í sjálfs­vígs­árás­um sem voru gerðar í ág­úst 2021. AFP

Vargas-Andrews greindi þing­nefnd­inni frá því að hann og ann­ar hermaður hefðu fengið upp­lýs­ing­ar um að til stæði að gera árás á svæðinu og að þeir hefðu komið auga á árás­ar­menn­ina í þvög­unni. Hann seg­ist hafa látið sína yf­ir­menn vita af stöðunni og óskað eft­ir heim­ild til að bregaðst við, en svör­in stóðu á sér. 

„Í ein­földu máli, þá vor­um við hunsaðir,“ sagði Vargas-Andrews. 

Vitn­is­b­urður hans fyr­ir nefnd­inni var til­finn­ingaþrung­inn og tár­vot­ur lýsti hann hvernig hann kastaðist upp í loft þegar sprengj­urn­ar sprungu. Þegar hann opnaði aug­un sá hann fé­laga sína annað hvort látna eða meðvit­und­ar­lausa. Sjálf­ur særðist hann al­var­lega, m.a. á kvið og þá missti hann ann­an hand­legg­inn.

Hann sagði enn frem­ur að brott­hvarfið hefði verið hrein hörm­ung. Það væri óafsak­an­legt hvernig eng­inn tók ábyrgð og van­ræksl­an hefði verið al­gjör. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert