Átta eru látnir eftir skotárásina í miðstöð Votta Jehóva í þýsku borginni Hamborg í gærkvöldi, þar á meðal grunaði árásarmaðurinn, að sögn lögreglunnar.
„Átta manns létust, þar á meðal grunaði árásarmaðurinn,“ sagði lögreglan í Hamborg í yfirlýsingu.
Hún bætti við að þó nokkrir til viðbótar hefðu særst í árásinni, „sumir alvarlega“.