Banna TikTok í vinnusímum

AFP/Denis Charlet
Belg­ía samþykkti í dag lög sem gera rík­is­starfs­mönn­um óheim­ilt  nota Kín­verska snjallsíma­for­ritið TikT­ok í vinnusím­um sín­um. Bannið á ekki við um per­sónu­lega síma rík­is­starfs­manna en lögin verða í gilditil bráðabirgðanæstu sex mánuði í kjöl­far áhættumats um mögu­leg­ar njósn­ir
 
Belg­ía er ekki fyrsta landið sem gríp­ur til aðgerða varðandi notk­un rík­is­starfs­manna á for­ritinu, en Banda­ríkja­menn til­kynntu í fe­brú­ar  rík­is­starfs­menn hefðu 30 daga til  eyða því úr vinnusím­um sín­um.

Þó nokkr­ar evr­ópsk­ar rík­is­stjórn­ir og Evr­ópu­sam­bands­stofn­an­ir hafa einnig gefið starfs­mönn­um sín­um fyr­ir­mæli um  eyða for­rit­inu úr snjallsím­um og far­tölv­um sem notaðar eru til vinnu af ótta við  kín­versk yf­ir­völd nýti TikTok til   aðgang  viðkvæm­um upp­lýs­ing­um.

TikT­ok er kín­verskt fyr­ir­tæki og er þar af leiðandi skyldugt  vinna með kín­versku leyniþjón­ust­unniÞað er raun­veru­leik­inn” sagði belg­íski for­sæt­is­ráðherr­ann Al­ex­and­er De Croo 

Á miðviku­dag­inn til­kynnti TikT­ok  fyr­ir­tækið hefði hafið sam­starf við óháð ör­ygg­is­fyr­ir­tæki í Evr­ópu sem hafi um­sjón með notk­un á þeim gögn­um sem for­ritið hef­ur aðgang . Evr­ópsk not­enda­gögn verði frá og með 2023 geymd í Dublin eða Nor­egi.
Birg­ir Ármanns­sonfor­seti alþing­issagði í svari til Morg­un­blaðsins fyrr í mánuðinum  þingið skoðaði  stöðuna og aflaði upp­lýs­inga frá þing­um í ná­granna­lönd­umvarðandi hvort banna ætti snjallsíma­for­ritið í vinnu­tækj­um starfs­manna þings­ins.    
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert