Byssumaðurinn tók eigið líf

Þýska lögreglan stendur vörð fyrir utan kirkju Votta Jehóva á …
Þýska lögreglan stendur vörð fyrir utan kirkju Votta Jehóva á sama tíma og lík eins fórnarlambanna er flutt í burtu. AFP/Tobias Schwarz

Maðurinn sem skaut sjö til bana í Hamborg í gærkvöldi framdi sjálfvíg eftir að lögreglan ruddist inn í húsnæði Votta Jehóva í þýsku borginni.

Þessu greindi embættismaður frá og bætti við að ófrísk kona sem var komin sjö mánuði á leið hefði verið á meðal fórnarlambanna.

Kirkja Votta Jehóva er í þessu húsnæði.
Kirkja Votta Jehóva er í þessu húsnæði. AFP/Tobias Schwarz

Árásarmaðurinn flúði á niður á fyrstu hæð byggingarinnar eftir að lögreglan ruddist þangað inn „og drap sig“, sagði Andy Gote, innanríkisráðherra í héraðinu.

Hann bætti við að skjót viðbrögð lögreglunnar hefðu líklega „bjargað mörgum mannslífum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert