Dragsýningar bannaðar með lögum í Tennessee

Dragdrottning les upphátt fyrir börn. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Dragdrottning les upphátt fyrir börn. Myndin tengist ekki fréttinni beint. AFP

Tenn­essee hef­ur skráð sig í sögu­bæk­urn­ar sem fyrsta ríkið í Banda­ríkj­un­um sem bann­ar drag­sýn­ing­ar, í ákveðnum sam­hengj­um, með lög­um.

Með laga­breyt­ing­unni er nú ólög­legt að sýna „full­orðins­sýn­ing­ar“ sem kunna að inni­halda „karl­kyns eða kven­kyns eft­ir­herm­ur“ þar sem börn gætu séð til.

Þeir sem gagn­rýna lög­gjöf­ina lýsa áhyggj­um af áhrif­um sem hún kann að hafa á hinseg­in sam­fé­lagið inn­an Tenn­essee. Íhalds­menn víða um Banda­rík­in berj­ast gegn drag­sýn­ing­um í því skyni að þær séu ógn við fjöl­skyldu­gildi og vel­sæmi fólks og kunni að spilla sak­leysi barna.

Rík­is­stjór­inn í kven­manns­föt­um

Lög­in voru viðtek­in 2. mars þegar Bill Lee, rík­is­stjóri Tenn­essee, skrifaði und­ir frum­varpið ör­fá­um klukku­stund­um eft­ir að öld­ungaþing Banda­ríkj­anna samþykkti það. 

Rík­is­stjór­inn hef­ur fengið tölu­verða gagn­rýni fyr­ir að skrifa und­ir frum­varpið, en einna helst hef­ur hann verið ásakaður um hræsni, þar sem göm­ul mynd úr ár­bók Lee kom á yf­ir­borðið, en á henni er hann klædd­ur í kven­manns­föt. 

Drag­sögu­tím­ar heyra sög­unni til

Kjarni umræðunn­ar eru fjöl­skyldu- og barnaviðburðir sem kall­ast drag-sögu­tím­ar, þar sem dragl­ista­menn skarta sínu fínasta pússi og lesa upp­hátt fyr­ir börn. 

Viðburðirn­ir hafa náð vin­sæld­um víða um landið eft­ir að sá fyrsti var hald­in í San Francisco árið 2015, og er mark­mið þeirra að stuðla að lestri barna ásamt fjöl­breyti­leika og umb­urðarlyndi. 

10 ára fang­elsi fyr­ir „full­orðins­sýn­ing­ar“

Að minnsta kosti 13 ríki hafa inn­leitt eða samþykkt lög sem miða að því að tak­marka frammistöðu drag­sýn­inga. Auk Tenn­essee eru það Arizona, Ark­ans­as, Ida­ho, Kans­as, Kentucky, Mis­souri, Mont­ana, Nebraska, Okla­homa, Suður-Karólínu, Texas og Vest­ur-Virg­in­íu sam­kvæmt um­fjöll­un Time.   

Arizona hef­ur sent sviðað frum­varp til full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, en það hef­ur ekki enn verið samþykkt. Gangi frum­varpið í gegn eiga dragl­ista­menn á hættu að vera dæmd­ir í að minnsta kosti 10 ára fang­elsi og fara á skrá fyr­ir kyn­ferðis­brot, haldi þeir sýn­ing­ar við viðstadd­ir barna yngri en 15 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert