Tennessee hefur skráð sig í sögubækurnar sem fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem bannar dragsýningar, í ákveðnum samhengjum, með lögum.
Með lagabreytingunni er nú ólöglegt að sýna „fullorðinssýningar“ sem kunna að innihalda „karlkyns eða kvenkyns eftirhermur“ þar sem börn gætu séð til.
Þeir sem gagnrýna löggjöfina lýsa áhyggjum af áhrifum sem hún kann að hafa á hinsegin samfélagið innan Tennessee. Íhaldsmenn víða um Bandaríkin berjast gegn dragsýningum í því skyni að þær séu ógn við fjölskyldugildi og velsæmi fólks og kunni að spilla sakleysi barna.
Lögin voru viðtekin 2. mars þegar Bill Lee, ríkisstjóri Tennessee, skrifaði undir frumvarpið örfáum klukkustundum eftir að öldungaþing Bandaríkjanna samþykkti það.
Ríkisstjórinn hefur fengið töluverða gagnrýni fyrir að skrifa undir frumvarpið, en einna helst hefur hann verið ásakaður um hræsni, þar sem gömul mynd úr árbók Lee kom á yfirborðið, en á henni er hann klæddur í kvenmannsföt.
Kjarni umræðunnar eru fjölskyldu- og barnaviðburðir sem kallast drag-sögutímar, þar sem draglistamenn skarta sínu fínasta pússi og lesa upphátt fyrir börn.
Viðburðirnir hafa náð vinsældum víða um landið eftir að sá fyrsti var haldin í San Francisco árið 2015, og er markmið þeirra að stuðla að lestri barna ásamt fjölbreytileika og umburðarlyndi.
Að minnsta kosti 13 ríki hafa innleitt eða samþykkt lög sem miða að því að takmarka frammistöðu dragsýninga. Auk Tennessee eru það Arizona, Arkansas, Idaho, Kansas, Kentucky, Missouri, Montana, Nebraska, Oklahoma, Suður-Karólínu, Texas og Vestur-Virginíu samkvæmt umfjöllun Time.
Arizona hefur sent sviðað frumvarp til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en það hefur ekki enn verið samþykkt. Gangi frumvarpið í gegn eiga draglistamenn á hættu að vera dæmdir í að minnsta kosti 10 ára fangelsi og fara á skrá fyrir kynferðisbrot, haldi þeir sýningar við viðstaddir barna yngri en 15 ára.