Leiðtogi rússneska málaliðahópsins Wagner, sem að undanförnu hefur átt í valdabaráttu við varnarmálaráðuneyti landsins, hefur tilkynnt um opnun nýrra skráningarmiðstöðva fyrir hópinn.
„Skráningarmiðstöðvar fyrir Wagner hafa opnað í 42 borgum Rússlands,“ segir leiðtoginn, Jevgení Prígósjín, í tilkynningu.
„Þrátt fyrir ofursterka andspyrnu úkraínska herliðsins, þá munum við halda áfram,“ bætir hann við.