Samfélag Votta Jehóva syrgir fórnarlömb

Lögreglan fyrir utan kirkjuna þar sem árásin var gerð.
Lögreglan fyrir utan kirkjuna þar sem árásin var gerð. AFP/Daniel Reinhardt

Sam­fé­lag Votta Jehóva í Þýskalandi seg­ist vera „afar sorg­mætt“ vegna skotárás­ar­inn­ar í borg­inni Ham­borg í gær­kvöldi sem það seg­ir að hafi beinst gegn fólki úr söfnuðinum.

„Trú­ar­sam­fé­lagið er afar sorg­mætt vegna þess­ar­ar hrylli­legu skotárás­ar á fólk úr söfnuðinum í Kingdom Hall í Ham­borg að lok­inni trú­ar­sam­komu,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá Vott­um Jehóva.

„Þó nokkr­ir lét­ust og aðrir særðust al­var­lega,“ sagði þar einnig. 

Olaf Scholz, kansl­ari Þýska­lands, sagði hug sinn vera hjá fórn­ar­lömb­um árás­ar­inn­ar. „Þó nokkr­ir úr hópi Votta Jehóva urðu fórn­ar­lömb grimmi­legs of­beld­is í gær­kvöldi,“ sagði Scholz á Twitter. „Hug­ur minn er hjá þeim og ást­vin­um þeirra.“

Talið er að árás­armaður­inn sé á meðal þeirra sem lét­ust.

Lögreglan fyrir utan kirkju Votta Jehóva í Hamborg.
Lög­regl­an fyr­ir utan kirkju Votta Jehóva í Ham­borg. AFP/​Daniel Rein­h­ar­dt

Lög­regl­an hef­ur ekki gefið upp fjölda lát­inna en fjöl­miðlar hafa greint frá því að sjö hafi lát­ist og átta særst.

„Sem stend­ur eru eng­ar áreiðan­leg­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir hendi um ástæðuna að baki verknaðinum,“ sagði lög­regl­an í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert