Þriðja kjörtímabil Xi Jinping hafið

Xi Jinping sver embættiseið í morgun vegna þriðja kjörtímabils sín …
Xi Jinping sver embættiseið í morgun vegna þriðja kjörtímabils sín sem forseti Kína. AFP/Noel Celis

Þriðja kjör­tíma­bil Xi Jin­ping sem for­seti Kína hófst form­lega í dag. Í októ­ber síðastliðnum tryggði hann sér for­ystu í Komm­ún­ista­flokkn­um til næstu fimm ára.

Xi hef­ur legið und­ir gagn­rýni eft­ir að fjöldi fólks hef­ur lát­ist af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í land­inu í kjöl­far af­náms tak­mark­ana.

Xi Jinping, þriðji frá vinstri neðst á myndinni, gengur til …
Xi Jin­ping, þriðji frá vinstri neðst á mynd­inni, geng­ur til sæt­is á kín­verska þing­inu í morg­un. AFP/​Noel Cel­is

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti óskaði hon­um til ham­ingju með þriðja kjör­tíma­bilið í morg­un og fagnaði öfl­ugri tengsl­um land­anna tveggja.

„Kæri vin­ur, inni­leg­ar ham­ingjuósk­ir með end­ur­kjör þitt,“ sagði Pútín í yf­ir­lýs­ingu.

„Rúss­land met­ur mjög per­sónu­legt fram­lag þitt til að styrkja tengsl...og sam­starf á milli okk­ar þjóða.“

Pútín á skrifstofu sinni í gær.
Pútín á skrif­stofu sinni í gær. AFP/​Mik­hail Kli­mentyev
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert