Þriðja kjörtímabil Xi Jinping sem forseti Kína hófst formlega í dag. Í október síðastliðnum tryggði hann sér forystu í Kommúnistaflokknum til næstu fimm ára.
Xi hefur legið undir gagnrýni eftir að fjöldi fólks hefur látist af völdum kórónuveirunnar í landinu í kjölfar afnáms takmarkana.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti óskaði honum til hamingju með þriðja kjörtímabilið í morgun og fagnaði öflugri tengslum landanna tveggja.
„Kæri vinur, innilegar hamingjuóskir með endurkjör þitt,“ sagði Pútín í yfirlýsingu.
„Rússland metur mjög persónulegt framlag þitt til að styrkja tengsl...og samstarf á milli okkar þjóða.“