Heimsþekktur stórmeistari sakaður um áreitni

Ramirez á Reykjavíkurskákmótinu árið 2017.
Ramirez á Reykjavíkurskákmótinu árið 2017. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heimsþekkt­ur skák­skýr­andi, -þjálf­ari og stór­meist­ari er til rann­sókn­ar hjá skák­sam­band­inu í Saint Lou­is fyr­ir kyn­ferðis­brot. Fyrr­ver­andi Banda­ríkja­meist­ari kvenna, Jenni­fer Shahade, sakaði stór­meist­ar­ann Al­ej­andro Ramirez um að hafa áreitt sig kyn­ferðis­lega í tvígang, að því er Wall Street Journal fjallaði um fyrr í vik­unni.

Ramirez hef­ur tjáð sig á al­menn­an hátt og sagst styðja þolend­ur en lögmaður hans mun ekki tjá sig um efni ásak­ana að svo stöddu.

Fjöldi stigið fram eft­ir tíst Shahade

Shahade greindi frá áreitn­inni í tísti ný­verið og rigndi í kjöl­farið inn skila­boðum. Nú hafa átta kon­ur stigið fram og lýst því í sam­tali við miðil­inn að Ramirez hafi á of­beld­is­full­an hátt kysst þær og þreifað á þeim án samþykk­is. Þrjár kvenn­anna voru und­ir lögaldri þegar meintu brot­in áttu sér stað. 

Hætt­ur að þjálfa há­skólaliðið

Shahade gagn­rýn­ir Skák­sam­band Banda­ríkj­anna og Skák­sam­band Saint Lou­is fyr­ir að hafa ekk­ert aðhafst eft­ir að sam­bönd­un­um bár­ust til­kynn­ing­ar um áreitni af hálfu Ramirez.

Ramirez er 34 ára og var um tíma næstyngsti stór­meist­ari heims og sá fyrsti frá Mið-Am­er­íku til þess að öðlast titil­inn. Sam­hliða tafl­mennsku hef­ur hann tekið að sér að þjálfa elítu­skák­menn og ung­menni en þá hef­ur hann einnig áunnið sér gott orðspor sem skák­skýr­andi á sterk­ustu mót­um heims.

Lögmaður Ramirez tjá­ir sig ekki um efni ásak­ana

Ramirez sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far ásak­ana, þar sem hann til­greindi að hann hefði látið af störf­um sem skákþjálf­ari hjá Skák­sam­bandi Saint Lou­is og í Há­skól­an­um í Saint Lou­is. Lögmaður Ramirez, Al­bert Watkins, hef­ur ekki sagt að Ramirez neiti sök en sagði í skrif­legu svari til Wall Street Journal að rang­ar frá­sagn­ir af at­vik­um síðan í fyrra séu upp­skrift að slysi, bæði fyr­ir þolend­ur og þann sem sit­ur und­ir ásök­un­um.

Watkins sagðist ekki munu tjá sig um efni ásak­ana sem fram hafa komið. 

„Vegna viðkæms eðlis allra mál­efna sem tengj­ast „Me-too“ hef­ur Ramirez sagt að hann styðji alla sem veki at­hygli á slík­um mál­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert