Lögreglan í Hamborg hafði afskipti af árásarmanninum sem skaut sjö manneskjur til bana í gær, í síðasta mánuði. Þá heimsóttu lögregluþjónar manninn eftir að hafa fengið ábendingu senda frá manneskju sem hafði áhyggjur af geðheilsu hans.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var maðurinn samstarfsfús og þótti ekki ástæða til að svipta hann skotvopninu sem hann hafði leyfi fyrir. BBC greinir frá.
Phillip F, árásarmaðurinn, var 35 ára en hann svipti sig lífi í gær eftir árásina.
Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur boðað breytingar á skotvopnalöggjöfinni þar sem kveðið verður á um hertari skilyrði fyrir skotvopnaeign.